Er foreldrum alveg sama um öryggi barnsins í bílnum?

  • Fréttir
  • 17. nóvember 2011

Nú stendur yfir umferðaröryggisátak við leikskólana í Grindavík því samkvæmt könnunum er Grindavík í neðstu sætum þegar kemur að bílbeltanotkun barna sem og ökumanna þegar komið er á leikskólana á morgnana. Í gær mættu fulltrúar Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu við leikskólana til að kanna öryggi barna í bílum. Niðurstöður liggja ekki fyrr en í a.m.k. öðrum leikskólanum stefndi í að niðurstöður yrði algjörlega óásættanlegar. Er því nema von að spurt sé: Er foreldrum alveg sama um öryggi barnsins í bílnum?

Leikskólarnir í samstarfi við foreldrafélögin, slysavarnadeildina Þórkötlu, Grindavíkurbæ, lögreglu og Umferðarstofu vinna nú að átaki í því að fá foreldra/forráðamenn til þess að huga betur að öryggi barna í bílum og auka bílbeltanotkun. Markmiðið er að koma Grindavík í fremstu röð því núverandi ástand er algjörlega óásættanlegt. Með sameiginlegu átaki okkar allra er allt hægt!

Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg lögðu fyrir hina árlegu könnun á öryggi barna í bílum í maí s.l. Könnunin var gerð við 68 leikskóla víða um land með 2.504 þátttakendum.

Niðurstaðan varð sú að af þeim 68 leikskólum þar sem könnunin var gerð kom í ljós að Krókur var í 65. sæti og Laut í því 67, sem er verulegt umhugsunarefni fyrir okkur Grindvíkinga.

Krókur: Rúm 70% barna notuðu réttan öryggisbúnað, bílstól eða púða. Tæp 15% notuðu eingöngu bílbelti en það er ekki fullnægjandi búnaður fyrir aldurshópinn og rúm 15% voru laus í bifreið, án öryggisbúnaðar.

Laut: Tæp 70% barna notuðu réttan öryggisbúnað, bílstól eða púða. Rúm 30% notuðu eingöngu bílbelti en það er ekki fullnægjandi búnaður fyrir aldurshópinn. >>meira

Grindavík kom næst verst út af öllum stöðum á landinu og er á meðal þriggja sveitarfélaga þar sem öryggi barna í bílum nær ekki 80%.

Einnig var gerð könnun á notkun ökumanna með bílbelti. Þar kom Grindavík aftur illa út, en rúm 20% ökumanna sem áttu leið á leikskólana voru ekki í bílbeltum.

Mynd: Þórkötlukonur sem stóðu vaktina við leikskólann Laut í gærmorgun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!