Bćtum samskipti heimilis og skóla

  • Foreldrafélag grunnskólans
  • 17. nóvember 2011

Á dögunum bauð Foreldrafélag grunnskólans upp á foreldranámskeið í Hópsskóla með Helgu Margréti Guðmundsdóttur tómstunda- og félagsmálafræðingi. Helga Margrét er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og var áður starfsmaður Heimilis og skóla. Á námskeiðinu var farið yfir hlutverk skólans í nútíma samfélagi, samskipti foreldra við skólann og umfram allt líðan barna í skólanum. Þar er þáttur foreldra afgerandi eigi vel að takast til og samvinna milli heimila og skóla mikilvæg. 

Helga Margrét kynnti fyrir foreldrum hlutverk bekkjafulltrúa þar sem fram kom að þeir gegna lykilhlutverki í samskiptum foreldra og skólans. Þeir eiga þátt í að byggja upp góðan bekkjaranda og kunna að koma að málum eins og einelti og félagslegri einangrun. Bekkjafulltrúar eru fulltrúar foreldra í hverjum bekk en þeir eiga ekki að standa einir heldur verður foreldrahópurinn allur að vera virkjaður til samstarfs.

Á námskeiðið mættu um 40 manns sem hlustuðu á Helgu Margréti og tóku þátt í hópavinnu. Þar var unnið með þætti eins og af hverju viljum við búa í Grindavík, hvað er gott og hvað má bæta. Það sem stóð upp úr kvöldinu var jákvæðni gagnvart því að bæta samskipti heimila og skóla og vilji foreldra til að virkja aðra með sér í því, við viljum jú öll að börnunum okkar líði sem best.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál