Tómatarćktun á Króki

  • Fréttir
  • 26. október 2011

Það varð uppi fótur og fit á leikskólanum Króki þegar uppgötvaðist að það eru komnir tómatar á tómataplöntuna sem allir eru búnir að vera svo duglegir að hugsa um. Það var í vor í umhverfisþemanu á Króki að börnin á Bláabergi og Grænuhlíð settu niður ýmis ávaxta- og grænmetisfræ eftir ávaxtastundir, til að sjá hvað myndi gerast. Til þess að tilraunin héldi áfram fóru starfsmenn með plönturnar heim í sumarfríinu.

Tómataplönturnar voru mjög duglegar og var þá farið í að lesa sér til og allt gert eftir kúnstarinnar reglum til að hjálpa til við frjógvun því engar voru flugurnar til að bera fræin á milli. Voru plönturnar því hristar saman með reglulegu millibili sem greinilega hafði áhrif því nú eru komnir nokkrir tómatar og verður spennandi að fylgjast með þroska þeirra. Börnin eru að vonum mjög stolt af plöntunum sínum eins og sjá má á myndunum hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál