?Andlitiđ er ţvćlt og ţreytt?

  • Fréttir
  • 21. október 2011

Sigrún Ásta Haraldsdóttir er ein af hagyrðingunum sem tekur þátt í hagyrðingakvöldi í Kvikunni nk. laugardagskvöld kl. 20:00. Hún starfar á Upplýsingatæknisviði Landspítalans. Þessar vísur urðu til hjá henni þegar hún leit í spegil nýlega:

Andlitið er þvælt og þreytt 
þrútið,skælt og bjagað. 
Tímans hefur tönnin beitt 
tuggið það og nagað.

Það er ekki sjón að sjá, 
settar djúpum línum, 
hendurnar sem hanga á 
handleggjunum mínum.

Sigrún Ásta er Húnvetningur að ætt og uppruna, frá bænum Litladal í Austur-Húnavatnssýslu en hefur búið í Reykjavík frá 10 ára aldri. Í tómstundum sinnir hún einkum hestamennsku og svo vísna- og ljóðagerð.Hagyrðingarnir kvöldsins eru; Sigrún Haraldsdóttir, Jón Ingvar Jónsson og Friðrik Steingrímsson sem mætir alla leið úr Mývatnssveit. Stjórnandi kvöldsins er Unnur Halldórsdóttir fyrrum vert að Hótel Hamri í Borgarnesi.
Allir þeir sem hafa gaman af kveðskap eru hvattir til að mæta sem og allir þeir sem vilja láta reyna á hláturtaugarnar. Hagyrðingakvöldið er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Aðgangseyrir 1.000 kr.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir