Bćjarráđ hvetur Alţingi til ađ veita Fisktćkniskólanum viđeigandi stöđu

  • Fréttir
  • 20. október 2011

Samningur menntamálaráðuneytisins og Fisktækniskóla Íslands var lagður fram á fundi bæjarráðs. Bæjarráð fagnar því að komin er á samningur um stuðning ríkisins við verkefnið. Samningurinn er byggður á tímabundnum átaksforsendum og fjármagnaður af lið í fjárlögum vegna aðstæðna á vinnumarkaði. Bæjarráð tekur undir ályktun aðalfundar SSS um að nám í sjávarútvegi á Suðurnesjum sé til frambúðar og ætti að njóta virðingar sem slíkt. 

Bæjarráð hvetur Alþingi og menntamálaráðherra til að veita Fisktækniskóla Íslands viðeigandi stöðu sem sérskóli á framhaldsskólastigi. Jafnframt að framlög til skólans verði eins og til annarra sambærilegra skóla á framhaldsskólastigi. 

Bæjarráð hefur áhuga á að í Grindavík verði byggt upp framhaldsnám í samstarfi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Fisktækniskóla Íslands og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Bæjarstjóra falið að óska eftir því við menntamálaráðherra að slíkt framhaldsnám verði í boði í Grindavík frá og með næsta skólaári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir