Styrkumsóknir til ESB- Fundur í Bláa lóninu

  • Fréttir
  • 17. október 2011

Fyrirtæki, stofnanir og frumkvöðlar í Grindavík og nágrenni sem eru með áhugaverðar hugmyndir að atvinnuskapandi verkefnum á svæðinu eða eru þegar komnir af stað með hugmyndavinnu eða frekari þróunarvinnu, eru boðaðir á kynningarfund í Bláa lóninu þriðjudaginn 18. október kl. 12 (fundarsalur á efri hæð). Á fundinum verða verkefnastjórar frá stækkunarnefnd Evrópusambandsins og frá Heklu (Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja) sem munu leiðbeina okkur að sækja um svokallaða IPA styrki fyrir lönd í aðildarviðræðum.

Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja Heklan fékk styrk frá ESB til að vinna fýsileikakönnun á Reykjanesi. Markmið verkefnisins er að kortleggja svæðið, styrkleika þess og tækifæri. Leitað er að verkefnum sem hægt er að vinna áfram með og fjármagna.

Stækkunarnefndin tekur þessar umsóknir saman á öllu Reykjanesinu og leitar að samstarfsflötum á milli verkefna. Því er afar mikilvægt að Grindvíkingar mæti vel á fundinn og annað hvort kynni hugmyndir sínar og verkefni og/eða kynni sér umsóknarferlið og þær hugmyndir sem eru í gangi á svæðinu. Þó nokkrir hafa sýnt þessu áhuga og ætla að sækja um styrki.

„Learning by doing" er yfirskrift verkefnisins. Það skiptir ekki máli hversu litlar eða stórar hugmyndirnar eru, allar eiga þær erindi inn á þennan kynningarfund. Því eins og einn fulltrúi nefndarinnar sagði eru það oft litlu hugmyndirnar sem að lokum eru þær bestu og skila mestu!

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. 10 mín. Kynning: Robert Jennings, verkefnisstjóri stækkunarnefndar ESB
2. 40. mín. Kynning á verkefnum
Hver aðili fær 2-3 mín. til að kynna sitt verkefni (fer eftir fjölda verkefna) - Ekki skylda að gera það!
3. 10 mín. Kaffihlé
4. 20 mín. Hvernig á að fylla út Project Indentifacation Fiche? Fulltrúi Heklu.
5. 10 mín. Framhald verkefna og aðstoð við útfyllingu: Fulltrúi Heklu. 

• Stofnaður hefur verið lokaður hópur á Facebook IP feasability study að beiðni ráðgjafanna þar sem haldið verður utan um upplýsingagjöf til þátttakenda.
https://www.facebook.com/groups/ipasudurnes/


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!