Gamlar kempur fóru á kostum

  • Fréttir
  • 16. október 2011

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur í Iceland Express deild karla í körufbolta, stýrði sínum mönnum til öruggs sigurs á Keflavík á fimmtudaginn en kvöldið eftir var komið að honum sjálfum að sýna takta inn á vellinum. Helgi Jónas átti stórleik þegar ÍG vann 95-91 sigur á FSU í fyrstu umferðar 1. deildar karla en leikurinn fór fram í Grindavík.

Helgi Jónas gældi við þrefalda tvennu í leiknum en hann var með 27 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar á 33 mínútum. Helgi stal einnig 3 boltum og hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum.

Miðað við þessa frammistöðu er ekki nema von að menn velti því fyrir sér hvort að Helgi ætli ekki að spila með Grindavíkurliðinu í vetur en hans menn eru til alls líklegir á þessu tímabili.

ÍG-FSu 95-91 (30-27, 27-19, 21-23, 17-22)

ÍG: Helgi Jónas Guðfinnsson 27/10 fráköst/8 stoðsendingar, Guðmundur Bragason 20/11 fráköst, Haraldur Jón Jóhannesson 15/5 stoðsendingar, Helgi Már Helgason 13/7 fráköst, Jóhann Þór Ólafsson 7, Hjalti Már Magnússon 5, Eggert Daði Pálsson 3, Óskar Pétursson 2/5 fráköst, Orri Freyr Hjaltalín 2, Árni Stefán Björnsson 1.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir