Fjölbreytt fjölsmiđja

  • Fréttir
  • 15. október 2011

Fjölsmiðjan er valgrein fyrir nemendur í 8.-10. bekk þar sem nemendum gefst kostur á að æfa sig í ýmiss konar handverki. Málmsmíðin er vinsæl og spennandi að reyna fyrir sér í log- og rafsuðu. Kennt er í eldra húsnæði sem er á bak við skólann og í byrjun hausts fór góður tími í að flikka upp á húsnæðið, mála og gera að innanstokksmunum.
Starfsemi fjölsmiðjunnar byggir á að koma til móts við nemendur sem hafa áhuga fyrir því sem tengist verklegum greinum og það má með sanni segi að áhuginn sé til staðar og verður áhugavert að sjá verkefnið þróast í framhaldinu.

Það er gaman að segja frá því að tekist hefur að kalla til fólk utan úr samfélaginu en það er m.a. tilgangurinn með fjölsmiðjunni. Heldri borgararnir Rún Pétursdóttir og Ingólfur Júlíusson hafa komið til okkar og spjallað og spáð og Rún bakað með nemendum og þá hefur Einar Bjarnason sem rekur fyrirtækið EB þjónustu tekið fyrstu skrefin með nemendum í málmsmíði. Á dagskránni er einnig að kynna tálgun og skartgripagerð.
Það eru kennararnir Benný Harðardóttir og Rósa Signý Baldursdóttir ásamt Pálma Ingólfssyni sem leiða þessa nýbreytni í skólastarfinu okkar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir