Ţćgilegur sigur á nágrönnunum

  • Fréttir
  • 14. október 2011

Grindavík lagði nágranna sína í Keflavík með sex stiga mun, 86 stigum gegn 80, í 1. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta. Sigurinn var mun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og Grindavíkurliði lítur ógnarsterkt út. Til að mynda byrjuðu Þorleifur Ólafsson og Páll Axel Vilbergsson á bekknum og þá vantar enn nýjan bandarískan leikmann sem er væntanlegur um helgina.

Grindvíkingar þurftu svo sem engan stórleik til þess að leggja Keflavík að velli. Keflavík hafði tveggja stiga forskot í hálfleik 38-36 en Grindavík gerði út um leikinn í þriðja leikhluta með nokkrum þriggja stiga körfum. Giordan Watson var stigahæstur Grindvíkinga með 23 stig, Páll Axel Vilbergsson skoraði 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13, Þorleifur Ólafsson 10 og Ólafur Ólafsson 8 (9 fráköst).

Páll Axel Vilbergsson sagði við mbl.is eftir leikinn vera sáttur við sigurinn. áll hafði samt ýmislegt út á leik Grindavíkur að setja en sagði liðið hafa bjargað sér með góðum kafla um miðbik leiksins.

Páll sagði Grindvíkinga hafa tileinkað sér nýja þætti í leiknum á síðustu dögum og fyrir vikið hafi menn verið svolítið óöruggir.

Mynd: Víkurfréttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál