Spil á unglingastigi

  • Fréttir
  • 30. september 2011

Nú þegar 6 vikur eru liðnar af skólaárinu þótti við hæfi að brjóta venjubundna kennslu upp og grípa í spil. Kennarar í Grunnskólanum hafa lagt áherslu á að kenna nemendum að spila á spil, sortera og annað sem skiptir máli í spilamennsku.

Nemendur á unglingastigi hittust á sal skólans og mötuneyti og spiluðu á 40 borðum. Spiluð var félagsvist þar sem byrjað er á spaðatrompi og síðan spilað niður eftir korti. Þar sem 7. bekkurinn telst núna til unglingastigs voru um 160 nemendur sem gripu í spil. Eins og gengur og gerist er alltaf sigurvegari og fær stigahæsti spilari í hverjum árgangi þann heiður að sitja í kennarastólnum næstu viku. Það var því til mikils að vinna. Útreikningar stóðu enn yfir við vinnslu fréttarinnar en verða tilkynnt á mánudag í skólabyrjun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!