Skemmtilegt ađ skapa námsefni um samfélagiđ sem ég bý og starfa í

  • Fréttir
  • 30. september 2011

Í maí voru auglýst fimm sumarstörf hjá Grindavíkurbæ fyrir námsmenn og atvinnuleitendur en Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun stóðu fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga. Meðal annars var auglýst eftir háskólanema í Kvikuna, auðlinda- og menningarhús. Þórunn Alda Gylfadóttir var ráðin í starfið og vann hún að ýmsum verkefnum fyrir Kvikuna í sumar.

„Ég hef verið að búa til námsefni fyrir báðar sýningarnar sem nýtist nemendum á grunnskólastigi. Verkefnið fyrir Saltfisksetrið er hluti af B.ed ritgerð sem ég og Hrefna Þórunnardóttir skiluðum í vor. Þar þurfa nemendur að leita að upplýsingum út frá ártali, orðum, vísbendingum eða myndum og til að gera ferðina skemmtilegri er hægt að fara með nemendur í vermannaleiki sem leiknir voru í verunum í gamla daga þegar ekki var hægt að róa.

Á jarðorkusýningunni þurfa nemendur að svara spurningum um sýninguna.
,,Ég hef einnig verið að hanna námsefni úr Auðlindastefnu og eldfjallagarði Grindavíkur, skýrslan var unnin fyrir Grindavíkurbæ á síðasta ári. Þar hef ég verið að vinna að bæði stærri og smærri námsverkefnum sem taka yfir lengri eða skemmri tíma.
Skýrslan er mjög góð og vel til þess fallin að vinna með hana í grunnskóla þar sem nemendur eiga samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna að læra um sitt nærsamfélag. Þar fá þau að kynnast háhitasvæðum, bergtegundum, dýralífi, gróðurfari og náttúruverndaráætlun í landi Grindavíkur.
Samkvæmt fornleifaskráningu sem gerð var árið 2002 eru 404 minjastaðir í Grindavík, þar af eru 132 minjastaðir í Járngerðarstaðahverfi svo auðvelt væri að fara með nemendur í vettvangsferðir og vinna úr upplýsingunum í skólanum eins og að skrá niður hnit á minjastöðunum á kort. Þar fá nemendur að kynnast fornminjum, landafræði, sögu og stærðfræði og geta í framtíðinni borið þessa þekkingu á landinu sínu til næstu kynslóðar," segir Þórunn Alda.

Merkar fornminjar við Húshólma

Hún hefur fengið að fylgjast með vinnu við fornleifavernd við Húshólma með Valdimari Harðarsyni forleifafræðingi. Hún fór með Valdimari á vettvang og skoðaði m.a. hvernig væri hægt að vernda þær minjar sem þar eru fyrir ágangi ferðamanna og hvernig væri best að sýna ferðamönnum þessar minjar án þess að skaða þær.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var á svæðinu árið 1988 af Hauki Jóhannessyni og Sigmundi Einarssyni jarðfræðingum bendir margt til þess að hraunið hafi runnið úr Trölladyngju árið 1151.

„Þeir grófu í einn torfgarðinn í Húshólma og reyndust niðurstöður þeirra athugunar forvitni-legar. Þær benda til þess að öskulag sem kennt er við landnám og er talið frá því um eða fyrir 900 hafi fallið eftir að garðurinn var hlaðinn. Það má því leiða að því líkum að þarna hafi verið byggð fyrir landnám og því eitt af elstu mannvirkjum sem fundist hafa á Íslandi," segir Þórunn Alda.

Verkefnin sem hún vann að í sumar nýtast afar vel fyrir gesti og gangandi í Kvikunni og ekki síður námsfólk.

„Gestir Kvikunnar fá að spreyta sig á þessum verkefnum. Við höfum fengið nokkra krakka sem komið hafa í Kvikuna til þess að spreyta sig á verkefnunum og hafa þau sýnt þeim áhuga og finnst gaman að fá að spreyta sig á vermannaleikjum. Við höfum verið dugleg að hvetja nemendur frá öðrum löndum til að taka þátt í þessum leikjum sem hafa vakið upp mikla kátínu nemenda og kennara. Það eru því góðar og skemmtilegar minningar sem nemendur fara með úr safninu og heim til að segja öðrum frá og jafnvel að skora á aðra í vermannaleikina sem þau lærðu í Grindavík," segir Þórunn Alda.

Gestir spenntir fyrir báðum sýningunum

Í starfi sínu í Kvikunni hefur hún einnig reynst mikil hjálparhella í Kvikunni fyrir fróðleiksfúsa gesti sem þangað koma. En hvað er þetta fólk aðallega að sækjast eftir?

„Meirihluti gesta í Kvikunni eru frá Evrópu og er að leita eftir upplifun á því hvernig unnið var með saltfiskinn í gamla daga og hvernig við erum að nýta heita vatnið sem við fáum úr jörðinni.
Það er mjög spennt fyrir báðum sýningunum en saltfisksýningin hefur meira aðdráttarafl þar sem gestirnir hafa borðað saltfisk frá Íslandi. Gestir vilja einnig fá að kynnast nútímaaðferðum í fiskvinnslu og bendum við þeim á að fara í heimsókn í fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík þar eru þeir með leiðsögn um fiskvinnsluna," segir Þórunn Alda.

Hún segir jafnframt að vinnan við verkefnin hafi verið mjög skemmtileg og gefið henni tækifæri til þess að skapa námsefni um samfélagið sem hún býr og starfar í.

„Auðlindir og orkufræði er það sem við þurfum að skoða núna og hvernig við ætlum að nýta þær auðlindir sem er að finna í landi Grindavíkur og láta þær duga fyrir næstu kynslóðir. Það þarf að fara fram meiri sjálfbærni í þeirri nýtingu, til að við getum skilað landinu eins og við tókum við því," sagði Þórunn Alda að endingu.

Hver er Þórunn Alda?

Þórunn Alda er Grindvíkingur,  fædd og uppalin í Bræðratungu í Þórkötlustaðarhverfi og naut þess að vera úti í náttúrunni alla daga. Hefur hún allar götur síðan haft mikinn áhuga á náttúru, landafræði og sögu.  

Hún lauk hársnyrtinámi 1990 og förðunarfræði 1997 og starfaði við þessa iðn í 18 ár en lét þar staðar numið. Hún hóf nám við Háskóla Íslands 2008 og lýkur hún B.ed gráðu í grunnskóla-

kennarafræðum með samfélagsgreinar sem kjörsvið í vor. Að því námi loknu stefnir hún á  meistaranám í auðlinda- og orkufræðum við HÍ. 

Viðtalið birtist fyrst í Járngerði.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir