Endurskođuđ fjárhagsáćtlun

  • Fréttir
  • 29. september 2011

Á fundi bæjarstjórnar í gær lá fyrir endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Þar er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta sé neikvæð um 58,2 milljónir kr. Áætluð rekstrarniðurstaða hefur því versnað um 82,8 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum er áætlað tap að fjárhæð 53,6 milljónir króna og er það um 62,1 milljón króna lakari rekstrarniðurstaða en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

Skýringar á verri rekstrarniðurstöðu eru helstar: 
• Ýmis kostnaðarauki sem samþykktur hefur verið á árinu er 6,6 milljónir kr. 
• Áhrif kjarasamninga á reksturinn árið 2011 er 35,2 milljónir króna. Á móti koma 15 milljónir sem teknar voru frá til að mæta kostnaðarauka vegna kjarasamninga.
• Áætlaðar vaxtatekjur lækka um 77,1 milljón og fjármagnstekjuskattur lækkar um 15,2 milljónir en það er vegna lægri vaxtakjara hjá innlánsstofnunum. 
• Vaxtagjöld og verðbætur langtímalána lækka um 25,1 milljón vegna uppgreiðslu langtímalána á árinu. 
• Áætlun skatttekna hækkar um 1,4 milljónir króna sem skiptist þannig að staðgreiðsla hækkar um 11,6 milljónir og áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði lækka um 10,1milljón króna. 

Skýringar á breytingu á sjóðsstreymi
• Veltufé frá rekstri í samanteknum reikningsskilum er áætlað 268,3 milljónir króna og er það 49,2 miljón króna lækkun frá upphaflegri áætlun.
• Fjárfesting í varanlegum fastafjármunum er áætluð, í samanteknum reikningsskilum, 144,6 milljónir og er það hækkun um 1,0 milljón króna vegna viðbótafrágangs í Víðihlíð. 
Skýringar á breytingu á efnahagsreikning
Bæjarstjórn veitti þann 8. júní síðastliðinn bæjarstjóra og fjármálastjóra heimild til að greiða upp lán Grindavíkurbæjar og stofnana hans. Niðurstaðan er sú að greidd voru upp lán að fjárhæð kr. 1.753,8 milljónir með áföllnum vöxtum verðbótum og uppgreiðslukostnaði. Breytingin hafði eftirfarandi áhrif:
• Langtímaskuldir eru áætlaðar í árslok 809,1 milljón króna að meðtöldum næsta árs afborgunum. Í ársreikningi 2010 eru langtímaskuldir að meðtöldum næsta árs afborgunum 2.191,4 milljónir króna. 
• Handbært fé í upphafi árs var 2.933,3 milljónir króna en í árslok 2011 er það áætlað 1.361,4 milljónir króna og hefur því handbært fé minnkað um 1.358,5 milljónir. Breytingin er annarsvegar tilkomin vegna uppgreiðslu langtímalána og hinsvegar sölu á hlut í HS Orku að fjárhæð 144,2 milljónir kr.
• Heildareignir í samanteknum reikningsskilum eru áætlaðar 7.151,6 milljónir króna og er það lækkun frá ársbyrjun um 1.768.0 milljónir kr.

Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er samþykkt samhljóða


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir