Grindavík er einn mesti ferđamannabćr landsins

  • Fréttir
  • 28. september 2011

Ferðaþjónusta er önnur af tveimur meginstoðum atvinnulífs í Grindavík. Sjávarútvegur er og verður meginstoðin, en störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað hratt og örugglega. Í Grindavík er vinsælasti ferðamannastaður landsins, Bláa lónið, sem tekur á móti um 450.000 gestum á ári og hefur um 200 manns í vinnu. Hér eru jafnframt veitingastaðir, kaffihús, hótel og gistiheimili og afþreyingarfyrirtæki sem skapa tugi starfa allt árið um kring. Fjöldi starfa í ferðaþjónustu í Grindavík eru því á fjórða hundrað og fer fjölgandi.

Ferðasumarið 2011 hefur verið afar gott og fyrirtæki í ferðaþjónustu upplifað mikla aukningu, bæði í fjölda gesta og í sölu sem lofar mjög góðu fyrir framtíðina. Veitinga-staðir hafa nefnt 15% aukningu milli ára, afþreyingarfyrirtæki yfir 30% og aukning á tjaldstæðinu er um 10%.

Möguleikar í ferðaþjónustu eru gríðarlega miklir og margt sem bendir til þess að gest-um muni halda áfram að fjölga enda Grindavík miðsvæðis og samgöngur um svæðið með besta móti. Góðir vegir, nálægð við alþjóðaflugvöllinn og hafnir í Reykjavík og Hafnarfirði sem taka á móti skemmtiferðaskipum skapa mikil tækifæri.

Á næsta ári bætist langþráð viðbót við samgöngukerfið þegar nýr Suðurstrandarvegur verður tekinn í notkun. Mikilvægt er að fyrirtæki í ferðaþjónustu og Grindavíkurbær byrji nú þegar að undirbúa sig þannig að gestir hafi ástæðu til að dvelja lengur. Ferðamenn eru á ferðinni allt í kringum bæinn en viðfangsefnið er tvíþætt. Annars vegar að finna segul sem dregur fólk inn í bæinn þegar heimsókn í Bláa lónið, á golfvöllinn eða skoðunarferð um aðrar náttúruperlur Grindavíkur stendur til og hins vegar að fjölga gestum utan háannatímans á sumrin. 

Hlutverk Grindavíkurbæjar er að veita aðstoð og skapa um-gjörð fyrir öflug ferðaþjónustufyrirtæki, svo sem með skipu- lagningu viðburða og bættum samgöngum. Ferða- og atvinnu-málanefnd hefur lagt til að gert verði átak við að leggja stíga milli bæjarins og Svartsengis, bæta merkingar og gera aðstöðu til að taka á móti gestum á hafnarsvæðinu. Stefnumörkun um Jarðvang (GeoPark), Kvikan, nýja tjaldstæðið, Menningarvikan og Sjóarinn síkáti eru líka dæmi um aðstoð og umgjörð bæjarins um ferðaþjónustu. Grindavíkurbær er reiðu-búinn að taka þátt fleiri í verkefnum sem stuðla að öflugri ferðaþjónustu, sérstaklega utan háannatímans. Frumkvæðið þarf að koma frá ferðaþjónustunni, en við erum reiðubúin til samstarfs því hagsmunirnir eru sameiginlegir.

Róbert Ragnarsson
bæjarstjóri


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir