Lokahóf fótboltans í Lava-salnum á laugardaginn - Glćsileg dagskrá

  • Fréttir
  • 27. september 2011

Hið árlega lokahóf fótboltans verður haldið laugardaginn 1. október nk. með pompi og
pragt í Lava-sal Bláa lónsins, en lokaumferð úrvalsdeildar karla fer fram fyrr um daginn.

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því fyrsta lokahófið var haldið í Festi í neðri sal með mat og skemmtun 1981 verður ýmislegt gert til þess að rifja upp gamla og góða tíma. 

Lokahóf fótboltans hefur verið hápunktur ársins í skemmtalífi Grindvíkinga og verður svo
áfram. Lokahófið var fyrst haldið í efri sal Festis með kaffisamsæti 1979 og 1980. Grindvíkingar
eru hvattir til þess að standa saman og fjölmenna saman á stærstu skemmtun
ársins.

• Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk.
• Hlaðborð að hætti Bláa lónsins stundvíslega kl. 20:00.
• Veislustjóri: Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði.
• Keyrum‘etta í gang - Söngatriði með Valgerði Maríu og Láru Lind.
• Sjúddirarirei - Hinn eini og sanni Gylfi Ægisson syngur sjómannalög.
• 30 ár í skemmtanabransanum: Endurkoma aldarinnar, Halli Pétur og Hilmar Knúts,
• Sprell og búktal: Bjarki Guðmunds og Einar Lár.
• Óperusöngvarinn Jón bróðir tekur þekktar aríur.
• Markmannsdúett: Óskar Péturs og Elías Fannar.
• Meistaraflokkur kvenna skemmtir.
• Happdrætti og verðlaunaafhendingar.
• Heyrst hefur að ein ástsælasta söngkona landsins bíði eftir góðu veðri og mæti sem
gestasöngvari á lokahófið.
• Ein besta danshljómsveit landsins, hljómsveit Ara Jónssonar (Roof Tops) sér um ballið.


Miðaverð á skemmtun og ball: 5.900 kr.
Miðaverð á ball: 1.900 kr.

Það er ósk knattspyrnudeildarinnar á þessum tímamótum að bæjarbúar styðji við bakið á fótboltanum í bænum með því að mæta á glæsilegt lokahóf og búa til flotta stemmningu eins og var í Festi hér áður fyrr.

Miðarnir fást í Gula húsinu (sími 426 8605) eða hjá stjórnarmönnum knattspyrnudeildar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!