Framkvćmdir viđ Grindavíkurveg og Austurveg hefjast nćsta mánudag

  • Fréttir
  • 23. september 2011

Framkvæmdir við þéttbýlishlið, gönguleiðir og umferðareyju við Víkurbraut og Austurveg samkvæmt umferðaröryggisáætlun bæjarins hefjast næsta mánudag. Búast má við töluverðum truflunum á umferð og eru vegfarendur, sérstaklega þeir sem eru að keyra Grindavíkurveginn, beðnir um að sína tillitsemi og taka tillit til hraðatakmarkana.

Verkið var boðið út í síðasta mánuði. Fjórir aðilar buðu í og reyndist Hlaðbær-Colas hf. með lægsta tilboðið eða 28.993.540 kr. Kostnaðaráætlun var rétt rúmar 38 milljónir.

Verkefnið felst í gerð tveggja þéttbýlishliða, þriggja gönguþverana með hellulögðum eyjum, breytingum á tveimur gatnamótum með hellulögðum eyjum og gerð stétta og göngustíga. Með því að setja upp þéttbýlishlið eykst umferðaröryggi við Víkurbraut og Austurveg, ekki síst hjá gangandi vegfarendum sem flestir eru skólabörn á leið í Hópsskóla eða í Hópið. 

Settir verða nýir stígar við Kúadal fyrir gangandi vegfarendur sem leiða að gangbrautunum en góðar ábendingar komu fram á fundi nemenda Hópsskóla með bæjarstjóra þar sem krakkarnir voru spurðir út í gönguleiðir þeirra í skólann. Auk þess verður sett bæjarhlið við innkomuna í bæinn á Grindavíkurveginum, skammt sunnan við Nesveg. Einnig verður sett svipað hlið á Austurveg.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir