Dagur íslenskrar náttúru á Króki

  • Fréttir
  • 21. september 2011

Síðasta föstudag var dagur íslenskrar náttúru og af því tilefni sýndu börnin á leikskólanum Króki gróðrinum á útisvæðinu umhyggju með því að rétta honum hjálparhönd.

 

Gróðurinn í beðunum er kominn á það stig að geta verið leiksvæði fyrir börnin og eru þau farin að nýta það sér til fulls. Þau hafa unun af því að leika sér og að fela sig í runnunum og þá er mikilvægt að kenna þeim að umgangast gróðurinn af sömu virðingu og umhyggju og þau gera við hvert annað.

Annað verkefni tengt deginum var unnið í kyrrðarstundarferðum í síðustu viku. Börnin tíndu hinar ýmsu jurtir og síðan var heiti plantnanna fundið með aðsoð bóka og netsins. Plönturnar voru síðan límdar á blað sem var hengt upp öðrum til upplýsinga um hvaða plöntur vaxa í okkar nánasta umhverfi.

Fleiri myndir á heimasíðu Króks.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!