Magma Energy međ 10 milljón króna samfélagsstyrki til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 15. september 2011

Það ríkti sannkölluð gleði á bæjarskrifstofunum í Grindavík í gær þar sem Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy Iceland ehf, veitti fyrir hönd félagsins, styrki til tíu samfélagsverkefna í Grindavíkurbæ með undirritun samnings til tveggja ára. Heildarupphæð samninganna hvort ár er fimm milljónir eða samtals tíu milljónir á tveimur árum.

Fram kom í máli Ásgeirs að styrkirnir eru aðallega veittir í þau félög og deildir sem eiga erfiðara með að safna styrkjum en stærstu greinarnar.

Eftirtaldir aðilar fengu samfélagsstyrki Magma Energy Iceland ehf:

Knattspyrna kvenna
Körfubolti kvenna
Golfklúbbur Grindavíkur (barna- og unglingastarf)
Hestamannafélagið Brimfaxi (barna- og unglingastarf)
Aðalstjórn UMFG
Lionsklúbbur Grindavíkur
NES - íþróttir fatlaðra
Björgunarsveitin Þorbjörn
ÍG (Íþróttafélag Grindavíkur)
Grunnskóli Grindavíkur (vegna búnaðarkaupa í vísindafræðslu)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir