Útilistaverk afhjúpuđ - Allir velkomnir!

  • Fréttir
  • 15. september 2011

Á Degí íslenskrar náttúru sem umhverfisráðuneytið stendur fyrir munu börn úr Grunnskóla Grindavíkur afhjúpa formlega útilistaverkin sem unnin hafa verið núna í skólabyrjun í mynd- og textílmennt. Foreldrum og velunnurum skólans er velkomið að taka þátt og mæta í stutta viðhöfn við skólann kl. 9 í fyrramálið, 16. september.

Útgangspunkturinn var að nýta efni úr náttúrunni og því sem við getum fundið á víð og dreif í umhverfinu. Þarfahringurinn í uppbyggingarstefnunni var hafður að leiðarljósi og fengu bekkir í 4. - 7. bekk úthlutað mismunandi viðfangsefnum þ.e. frelsi, gleði, öryggi, styrkur og kærleikur.
Nemendur fóru í vettvangsferðir með kennurunum sínum og fengu svo frjálsar hendur með útfærslu á verkinu.

Það er þroskandi og skemmtilegt að taka þátt í að skapa úr efniviði sem fyrirfinnst í kringum okkur og vonumst við til að tekist hafi að tendra neista íslenskri náttúru til heilla!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir