Sólríkar bekkjarmyndir

  • Fréttir
  • 13. september 2011

6. bekkir grunnskólans fóru í dag í göngutúr í blíðskaparveðri. Veðrið lék við nemendur sem allir voru léttklæddir í sólskinsskapi. Tilgangur göngunnar var að sjálfsögðu að njóta blíðunnar, fara í leiki og taka skemmtilegar bekkjamyndir. Nemendur stilltu sér allir upp ásamt kennurum og mynduðu þetta veglega tré.

Á leið okkar niður að Kviku kom í ljós að ýmsu er ábótavant varðandi gangstéttir bæjarins. Jóhannes í 6.K sem þarf að styðjast við lítinn og nettan bíl gat með engu móti komist upp á gangstéttina þar sem kennarar ætluðust til að nemendur héldu sig. Af þessum sökum urðu kennarar að lyfta farartæki Jóhannesar upp á stéttina sem var lítið mál. Öllu erfiðara hefði verið fyrir hann að komast upp einsamall. Okkur hjá skólanum bárust þær fréttir að verið væri að yfirfara allar gangstéttir og til stæði að laga alla kanta svo auðveldara verði fyrir alla, bæði þá sem eru gangandi eða á öðrum fararskjótum að komast leiða sinna á sem öruggastan hátt.

 

Mynd að ofan: 6. KM

Að ofan: 6.G

Að ofan: 6.K

Jóhannes átti í erfiðleikum með að komast upp á gangstéttina.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir