Höfnin er lífćđ Grindavíkur

  • Fréttir
  • 13. september 2011

Járngerður, fréttabréf Grindavíkurbæjar, kemur út á þriðjudaginn. Það er fjölbreytt að efni að þessu sinni eða 24 blaðsíður. Meðal annars er viðtal við Sverri Vilbergsson sem lætur af störfum sem hafnarstjóri um næstu áramót en þá verður hann kominn á eftirlaun. 

Sverrir hefur unnið í tæp 25 ár hjá höfninni, fyrst sem vigtarmaður og hafnarvörður en sem hafnarstjóri frá 1. apríl árið 2000. Hann segist í samtali við Járngerði hafa upplifað gríðarlegar breytingar hjá höfninni síðasta áratuginn en fjárfestingar í innsiglingu og hafnarmannvirkjum eru líklega vel á annan milljarð króna. Við-snúningur hefur orðið í rekstri hafnarinnar sem skilaði hagnaði í fyrra í fyrsta skipti.

Aðspurður hvers konar starf það sé að vera hafnarstjóri segir Sverrir að þetta sé ábyggilega ekki það lúxusstarf sem án efa margir halda.

„Þetta er sólarhringsstarf. Ég er alltaf með símann á mér, líka á náttborðinu, alla nóttina. Að ýmsu er að hyggja og starfsemi hafnarinnar með þeim hætti að útköll geta verið á öllum tímum sólarhringsins. Þegar framkvæmdir eru í gangi er sérstaklega mikið um að vera," segir Sverrir.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Járngerði á fimmtudaginn


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál