Flottir gestafyrirlesarar í grunnskólanum

  • Fréttir
  • 31. ágúst 2011
Flottir gestafyrirlesarar í grunnskólanum

Einn af val áföngum vetrarins hjá unglingastigi eru svokallaðir stelputímar, eitt af viðfangsefnum tímanna er heilbrigt líferni og íþróttir. Tveir fótboltakappar úr Grindavík þeir Óskar Pétursson og Óli Baldur Bjarnason komu og spjölluðu við stelpurnar og svöruðu spurningum. Óli sem er einkaþjálfari hélt fyrirlestur um mataræði og líkamsrækt og Óskar miðlaði af reynslu sinni úr fótboltanum.

Umræðurnar sem sköpuðust voru líflegar og var meðal annars spurt um tóbaksnotkun fótboltamanna, lyftingar (Óskar sagðist taka 165 kg í bekk ) samskipti kynjanna og æfingar ásamt mörgu öðru.
Tímarnir verða með þessu sniði í vetur og mun því verða gestkvæmt í skólanum á miðvikudögum.

 

Deildu ţessari frétt