Námskeiđ fyrir dagforeldra

  • Fréttir
  • 31. ágúst 2011
Námskeiđ fyrir dagforeldra

Á haustönn verður á vegum Miðstöðvar símenntunar í Hafnarfirði boðið upp á starfsréttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra samkvæmt gildandi reglugerð félagsmálaráðuneytisins um daggæslu barna í heimahúsum. Áformað er að námskeiðið muni hefjast í október. 

Markmiðið með námskeiðinu er að veita hnitmiðaða og vel uppbyggða fræðslu um m.a. uppeldi og umönnun barna, þarfir þeirra og þroska, barnasjúkdóma, slys í heimahúsum og fyrstu hjálp, eldvarnir og öryggi barna.

Skráning fer fram hjá Björgu Ólöfu í síma 4201100.

Deildu ţessari frétt