Nýsköpunarstyrkir Landsbankans

  • Fréttir
  • 31. ágúst 2011

Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Nýsköpunarstyrkjum er jafnframt ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.

Árið 2011 verða veittir 27 nýsköpunarstyrkir, samtals að fjárhæð 15.000.000 kr. Tekið er á móti umsóknum til og með 16. september 2011.

Skipting styrkja er með eftirfarandi hætti:

7 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver.
20 styrkir að upphæð 400.000 kr. hver.

Verkefni sem einkum koma til greina eru:
Ný viðskiptahugmynd.
Þekkt viðskiptahugmynd sem er þróuð fyrir nýtt markaðssvæði.
Ný vara.
Verkefni sem skapa nýjungar, annað hvort fyrirtækis í rekstri eða í nýju fyrirtæki.
Námskeið sem sannanlega byggja færni/þekkingu sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.
Kaup á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar. Með kaupum á sérfræðiþjónustu er m.a. átt við gerð viðskiptaáætlunar, markaðsáætlunar, markaðsrannsóknir, vöruprófanir, hönnun umbúða og markaðsefnis eða sambærilegt.

Forsendur:
Allir sem sækja um verða að gera grein fyrir verkefninu á sérstöku umsóknareyðublaði.
Umsækjendur verða að skýra frá því hvernig styrk verði varið.
Krafa er gerð um að viðskiptahugmyndin sé vel útfærð og markmiðin skýr.
Verkefnið skal fela í sér von um fjárhagslegan ávinning til framtíðar.
Hægt er að óska eftir stuttri lokaskýrslu um nýtingu á fjárstyrk.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Úthlutun verður kynnt opinberlega í síðasta lagi 1. nóvember nk.
Sækja um:
Umsóknir skal senda með tölvupósti á netfangið samfelagssjodur@landsbankinn.is
Tilgreina skal efni tölvupóstsins sem "Umsókn um nýsköpunarstyrk 2011".
Fylla þarf út sérstakt umsóknareyðublað og láta það fylgja með öðrum gögnum.
Fylla þarf út sérstaka lýsingu á verkefni og láta það fylgja með öðrum gögnum.
Umsækjendur eru hvattir til að senda öll þau gögn sem geta komið að gagni við mat á umsóknum.
Ef sótt er um 1.000.000 kr. styrk er nauðsynlegt að skila inn eftirfarandi gögnum: Viðskiptaáætlun, lauslegri fjárhagsáætlun, tíma- og verkáætlun og ferilskrá umsækjanda.
Lýsing á verkefni þarf að fylgja öllum umsóknum óháð styrkupphæð.
Umsóknarfrestur vegna nýsköpunarstyrkja er til og með 16. september 2011.
Sérstök dómnefnd skipuð tveimur sérfræðingum bankans og þremur fagaðilum fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt.

Sjá nánar á heimasíðu Landsbankans.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!