4. flokkur stúlkna í úrslitakeppnina
4. flokkur stúlkna í úrslitakeppnina

Stúlknalið Grindavíkur í 4. flokki gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer um næstu helgi. Grindavík leikur þar í fjögurra liða riðli og sigurvegarinn leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við sigurliðið í hinum úrslitariðlinum. Tveir leikjanna af þremur fara fram á Grindavíkurvelli næsta föstudag og sunnudag.

Grindavík gerði jafntefli við Selfoss 1-1 í lokaumferð riðlakeppninnar í úrslitaleik liðanna hvort þeirra færi í úrslit. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði mark Grindavíkur. Jafnteflið dugði Grindavík til að komast áfram því Grindavík var með betra markahlutfall eða +20 mörk á meðan Selfoss var með +19!

Grindavík varð í 2. sæti riðilsins en KR varð í því efsta.

Leikir Grindavíkur í úrslitakeppninni verða sem hér segir:
Grindavík-FH föstud. 2. sept. kl. 16:15 á Grindavíkurvelli
KA-Grindavík laugard. 3. sept. kl. 14:00 á Smárahvammsvelli
Grindavík-Breiðablik sunnud. 4. sept. kl. 12:00 á Grindavíkurvelli

Mynd: Hluti af 4. flokki stúlkna Grindavíkur. Myndin var tekin á Rey-Cup í sumar.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur