4. flokkur stúlkna í úrslitakeppnina

  • Fréttir
  • 30. ágúst 2011
4. flokkur stúlkna í úrslitakeppnina

Stúlknalið Grindavíkur í 4. flokki gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer um næstu helgi. Grindavík leikur þar í fjögurra liða riðli og sigurvegarinn leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við sigurliðið í hinum úrslitariðlinum. Tveir leikjanna af þremur fara fram á Grindavíkurvelli næsta föstudag og sunnudag.

Grindavík gerði jafntefli við Selfoss 1-1 í lokaumferð riðlakeppninnar í úrslitaleik liðanna hvort þeirra færi í úrslit. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði mark Grindavíkur. Jafnteflið dugði Grindavík til að komast áfram því Grindavík var með betra markahlutfall eða +20 mörk á meðan Selfoss var með +19!

Grindavík varð í 2. sæti riðilsins en KR varð í því efsta.

Leikir Grindavíkur í úrslitakeppninni verða sem hér segir:
Grindavík-FH föstud. 2. sept. kl. 16:15 á Grindavíkurvelli
KA-Grindavík laugard. 3. sept. kl. 14:00 á Smárahvammsvelli
Grindavík-Breiðablik sunnud. 4. sept. kl. 12:00 á Grindavíkurvelli

Mynd: Hluti af 4. flokki stúlkna Grindavíkur. Myndin var tekin á Rey-Cup í sumar.

Deildu ţessari frétt