Starfsmannadagur Grindavíkurbćjar 9. september

  • Fréttir
  • 30. ágúst 2011
Starfsmannadagur Grindavíkurbćjar 9. september

Starfsmannadagur Grindavíkurbæjar verður haldinn föstudaginn 9. september næstkomandi. Markmið fundarins er að fá alla starfsmenn til að taka þátt í mótun hugmynda um framtíðarsýn Grindavíkurbæjar sem vinnustaður og þjónustuveitandi.  Einnig að kynna breytingar á stjórnskipulagi sem framundan eru og þær áskoranir sem þeim fylgja.

Jafnframt verður leitast eftir að fá fram umræðu um hvernig  gildi birtast í starfseminni og nýtast í daglegu starfi og hvað hægt er að gera betur í starfsemi bæjarins. Fundurinn er með þjóðfundarfyrirkomulagi gefur öllum tækifæri til þess að tala um og koma á framfæri því sem gera má betur.

Allar stofnanir bæjarins verða lokaðar þennan dag, 9. september, vegna starfsmannadagsins.

Deildu ţessari frétt