Fyrirlestur um veđurfar

  • Fréttir
  • 29. ágúst 2011
Fyrirlestur um veđurfar

Fróðlegur fyrirlestur hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum á þriðjudaginn 6.sept. um veðurfar á Suðurnesjum. Fyrirlesari er Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veðurbloggari með meiru. Í fyrirlestrinum verður farið í einkenni veðurlags á Suðurnesjum.

Rakið hver eru áhrif fjalla og fjarða á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Skoðað hversu mikil áhrif sjórinn og sjávarhitinn hefur á veðurfar og hvaða afleiðingar hlýnandi veður hefur fyrir Reykjanesið.

Einnig verður fjallað um hvaða gagn má hafa af veðurspám og hvernig þekking fólks á staðbundnu veðri getur aukið gagnsemi þeirra.

Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 6. September kl 19-20. Hjá MSS. 3.hæð. Krossmóa 4. Skráning er á www.mss.is

Deildu ţessari frétt