Jafntefli fyrir norđan - Stelpurnar töpuđu fyrir KR
Jafntefli fyrir norđan - Stelpurnar töpuđu fyrir KR

Grindavík gerði markalaust jafntefli við Þór á Akureyri í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Bæði lið lögðu áherslu á að verjast og var því fátt um marktækifæri og stigin sem liðin fengu geta reynst dýrmætt í fallbaráttunni. Kvennalið Grindavíkur tapaði hins vegar fyrir KR síðasta föstudag í mikilvægum fallslag og staða kvennaliðsins í deildinni afar erfið.

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari karlaliðs Grindavíkur, segir að liðið sitt hefði venjulega gert nóg til að vinna leikinn eftir markalaust jafntefli gegn Þór í dag. Færanýtingin brást liðinu.

,,Ég lít á þetta þannig að við fengum tvö eða þrjú góð færi sem við nýttum ekki. Við héldum þeim vel frá okkar marki og þá er maður nú oft sáttur. En ég vildi auðvitað meira en eitt stig," sagði hinn spilandi þjálfari sem átti góðan dag í hjarta Grindavíkurvarnarinnar, í samtali við Vísi.

,,Við hefðum auðvitað viljað fá þrjú stig. Það er kannski ekki hægt að heimta það héðan á þessum velli. Við stóðum jafnfætis þeim í baráttu og vilja en hefðum við verið rólegri í færunum okkar hefðum við unnið. Ég er ekki viss um að liðin hafi verið hrædd við að tapa og ekki þorað að sækja. Þetta eru áþekk lið og bæði vildu vinna leikinn. En þegar svona lið, sem eru í sömu baráttunni mætast, þá verður baráttan og kappið oft svo mikið að það er á kostnað gæðanna. Venjulega hefði þetta verið nóg til að vinna, en það þarf að nýta færin," sagði Ólafur.

Staðan í deildinni er þessi:

1. KR 15 10 5 0 33:13 35
2. ÍBV 16 10 3 3 26:15 33
3. FH 16 9 4 3 33:19 31
4. Valur 17 8 5 4 25:16 29
5. Stjarnan 16 6 6 4 31:25 24
6. Breiðablik 17 5 5 7 25:30 20
7. Fylkir 16 5 4 7 23:29 19
8. Grindavík 17 4 6 7 19:29 18
9. Þór 17 5 3 9 22:32 18
10. Keflavík 15 5 2 8 19:22 17
11. Fram 16 2 5 9 12:23 11
12. Víkingur R. 16 1 6 9 13:28 9

Kvennalið Grindavík tapaði fyrir KR í gríðarlega mikilvægum leik síðasta föstudag á KR velli 2-1. KR komst í 2-1 en Shaneka Gordin minnkaði muninn fyrir Grindavík en þar við sat. Liðin voru jöfn að stigum fyrir þessa viðureign en þar sem Stjarnan vann Þór/KA óvænt er staða Grindavíkur mjög erfið því liðið á eftir að mæta öllum efstu liðunum í þremur síðustu umferðunum.
,,Við gáfum þetta frá okkur, við vorum ekki alveg mætt til leiks í fyrri hálfleik og gáfum þeim ódýrt mark þarna í upphafi. Síðan var þungt að fá þetta seinna mark. Við lögðum ýmislegt til í það og 2-0 undir var svolítið erfitt," sagði Jón Þór Brandsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn við fotbolta.net.

,,Við komum frískari til leiks í seinni hálfleik og hann var svona jafnari. Auðvitað fengum við á okkur tvö víti sem maður sér ekki alltaf frá réttu sjónarhorni. Allavega ekki sama og dómarinn. En það hélt okkur inni í leiknum að skora eitt mark, það var alltaf von en auðvitað súrt að tapa þessu, við komum hingað til að sækja þrjú stig."

,,Dagsformið eða andstæðingarnir eða ýmislegt getur spilað inní en það vantaði aðeins neista í kvöld. Það voru margir að gera ýmislegt og sitthvað jákvætt í þessu. Við verðum bara að halda áfram að fá jákvæða þætti og styrkja leik okkar fyrir þriðjudaginn."

Staðan í deildinni er þessi:
1. Stjarnan 15 14 0 1 42:12 42
2. Valur 15 11 2 2 42:12 35
3. ÍBV 15 8 3 4 30:11 27
4. Þór/KA 15 7 2 6 25:28 23
5. Fylkir 15 7 2 6 22:25 23
6. Breiðablik 15 6 2 7 26:29 20
7. Afturelding 15 4 3 8 15:31 15
8. KR 15 3 4 8 16:25 13
9. Grindavík 15 3 1 11 17:40 10
10. Þróttur 15 1 3 11 16:38 6

 

Nýlegar fréttir

mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
Grindavík.is fótur