Matthías Grindvík kveđur skólann eftir 30 ára starf

  • Fréttir
  • 25. ágúst 2011

Matthías Grindvík Guðmundsson umsjónarmaður Grunnskóla Grindavíkur til 30 ára hefur látið af störfum. Við skólasetningu í vikunni þakkaði Páll Leó Jónsson skólastjóri honum fyrir frábært starf í þágu skólans.

Páll Leó afhenti honum kveðjugjöf frá skólanum og sagði m.a. „Við sátum á starfsdögum fyrirlestur sem fjallaði um eitt og annað í samskiptum fólks og var einkum rætt um mikilvægi jákvæðs hugarfars og þakklætis til að bæta samskipti og líðan fólks - þetta kann Matti.

Einn af stóru kostum Matta er hversu vel honum gekk í samskiptum við nemendur og hafa margir þeirra leitað til hans í gegnum tíðina ekki síst í leit að hlýju og notalegu viðmóti.

Kæri vinur. Við þökkum þér frábært samstarf í Grunnskóla Grindavíkur. Þú hefur verið góður félagi, hlýr og umhyggjusamur bæði við börn og fullorðna. Nú gefst tími til sinna hinum mörgu hugðarefnum. Megir þú njóta sem best!"


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir