Ögurstund fyrir stelpurnar
Ögurstund fyrir stelpurnar

Það verður sannkallaður ögurstund á morgun þegar kvennalið ÍBV sækir KR heim í úrvalsdeild kvenna á KR völlinn kl. 18:30. Liðin eru jöfn að stigum í næst neðsta sæti með 10 stig en Þróttur er neðstur með 6. Aðeins fjórar umferðir eru eftir og því mikið í húfi en Grindavík á svo þrjú efstu liðin eftir í deildinni. Leikurinn verður sýndur beint á vefsíðinni sporttv.is

Grindvíkingurinn Ágústa Jóna Heiðdal sýnir á sér ,,Hina hliðina" hér á Fótbolta.net í dag. Ágústa Jóna er uppalin hjá Tindastól og lék með meistaraflokkum Tindastóls og Þórs/KA fyrir norðan áður en hún færði sig yfir á Suðurnesin.

Þar hefur hún leiki síðan sumarið 2002. Fyrst með sameiginlegu liði RKV, síðan Keflavík, sameiginlegu liði GRV og í sumar hefur hún leikið með Grindavík í Pepsi-deildinni.

Lítum á hina hliðina á Ágústu Jónu:

Fullt nafn: Ágústa Jóna Heiðdal

Gælunafn: Ágústa, Gústa og já ekki má gleyma gamla :)

Aldur: Er að detta í dirty thirty...

Giftur / sambúð? Trúlofuð og í sambúð

Börn: Á einn fallegan Mikael Mána 1 árs

Hvað eldaðir þú síðast? Pastarétt

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Skinku,sveppi og X-tra ost

Uppáhaldssjónvarpsefni? Neighbours á youtube eru að koma sterkir inn þessa stundina

Besta bíómyndin? Margar góðar en engin uppáhalds

Uppáhaldstónlistarmaður: Geirmundur Valtýsson

Uppáhaldsdrykkur? Kók, ískalt vatn og svo auðvitað LITE bjór :)

Uppáhalds vefsíða? Facebook og auðvitað fótbolti.net

Frægasti vinur þinn á Facebook? Hvor er frægari Auddi Blö eða Þorgrímur Þráins?

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Neibb

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Nú vinna hann!!

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? KR!

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Sigga Beinteins

Erfiðasti andstæðingur? Hallbera Gísladóttir

Ekki erfiðasti andstæðingur? Shaneka í reit ;)

Besti samherjinn? Hef haft marga góða í gegnum tíðina, vil ekki gera upp á milli

Sætasti sigurinn? 3 síðustu leikir hjá okkur hafa verið ansi sætir og mikilvægir.

Mestu vonbrigði? No comment

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? LIVERPOOOOOL

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það? Mia Hamm

Hvern í liðinu þínu myndir þú kjósa á þing? Klárlega Guðrúnu Gunnarsdóttir aka GG :)

Besta knattspyrnukona Íslands í dag? Margrét Lára Viðarsdóttir

Efnilegasta knattspyrnukona landsins? Ingibjörg Sigurðardóttir, ekki spurning!

Fallegasti knattspyrnumaðurinn? Þorfinnur Gunnlaugsson ;)

Grófasti leikmaður deildarinnar? Ég ætla að leyfa Rakeli Hönnu og Emblu að berjast um þennan titil

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Fylgist nú voða lítið með því

Hefurðu skorað sjálfsmark? Neibbs

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var að spila mín fyrstu ár í meistaraflokki með Tindastól þá spiluðum við leik við eitthvað erlent lið og þegar kom að hálfleik þá fór hitt liðið út að reykja en við vorum að ræða um leikinn inni í klefa og svo einnig að hneykslast á því sem gekk á fyrir utan klefana!

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 13-14 ára minnir mig..

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Helvítis spennureglan (afsakið orðbragðið)

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp alveg klárlega!

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Heima hjá múttu á Króknum með mínum bestu

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Vöknuð eiginlega um leið og klukkan hringir (já eða sonurinn).

Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn? MJ

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Finnst gaman að horfa á körfubolta en fylgist ekkert sérstaklega með honum

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Síðasta sumar

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Copa

Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla? Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablikið? Man ekki eftir neinu eins og er

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Þar sem ég var MJÖG mikill fan Stjórnarinnar og auðvitað Siggu Beinteins hérna árum áður þá er tilvalið að koma því fram að stelpan vann söngvakeppni hljómsveitarinnar í Bifröst (á Sauðárkróki) fyrir mörgum árum með laginu ,,Ég lifi í voninni." Algjör eðall.

 

Nýlegar fréttir

ţri. 23. jan. 2018    Drugie pokolenie Polaków na Islandii - Önnur kynslóđ Pólverja
ţri. 23. jan. 2018    Hćfileikakeppni Samsuđ fór fram í Grindavík
ţri. 23. jan. 2018    Atvinna - Starfsmađur í ţjónustumiđstöđ
mán. 22. jan. 2018    Gunnar Ţorsteinsson hjá Grindavík til loka 2020
mán. 22. jan. 2018    Rilany og Vivian áfram međ Grindavík
mán. 22. jan. 2018    Grindavík tapađi úti gegn ÍR
mán. 22. jan. 2018    Nýtt stuđningsmannalag - Vígiđ
mán. 22. jan. 2018    Grindvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund
sun. 21. jan. 2018    Bóndadagskaffi á Ásabraut
fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
Grindavík.is fótur