Met ţátttaka í Möllernum
Met ţátttaka í Möllernum

Met þátttaka var í Möllernum, fyrirtækjamóti GG þetta árið því 38 sveitir skráðu sig til leiks. Það var í raun ekkert skrýtið því veðurspá lofað góðu og mikil stemning hafði myndast meðal fyrirtækja, enda hafa kylfingar verið ósparir á lofsyrðin um völlinn og umfang þessa móts. Þeir urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, 15 stiga hiti og örlítil gola mætti mönnum í byrjun en er líða tók á daginn lygndi. 

Hvað var hægt að biðja um meira? Jú, völlurinn í toppstandi og allt að því óaðfinnanlegur, eða eins og einn þátttakandi sagði „það er eins og að spila í útlöndum því grínin taka svo vel við boltanum og flatirnar frábærar. Þegar slíkt fer saman við gott veður þá er varla hægt að spila illa. Það arð einnig raunin, því skor var almennt mjög gott. Til marks um það voru hvorki fleiri né færri en 4 sveitir sem spiluðu á 45 punktum. Hlutskarpastir urðu STS logistics á 45 punktum eða sama skori og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur semlenti í 2. sæti en með 17 punkta á síðustu 6 holunum á meðan Sjómannafélagið var einungis á 15 punktum síðustu 6 holunum. Í þriðja sæti varð fyrirtækið SPES einnig á 45 punktum en aðeins lakari á síðari 9 holunum. Í fjórða sæti varð Veiðafæraþjónustan einnig á 45 punktum. Í fimmta sæti varð Eimskip á 44 punktum. 


Nándarverðlaun voru veitt fyrir allar par3 holurnar ásamt því að vera næstur holu við annað höggið. Eftirtaldir einstaklingar voru næstir holu í mótinu:

Á 4./17. braut var Sigmar næstur holu með 2,59m.

Á 5. braut var Kristinn Sörensen næstur holu eftir annað höggið

Á 8. holu var Sigurþór næstur holu með 3,24m

Á 13. holu Var Heiðar næstur holu, eða 0,39m

Sveit Eimskips getur vitjað vinninganna í skálanum. Sama gildir um flest alla sem fengu nándarverðlaun.

Úrslit, lokastaða í Möllernum 2011 má sjá á heimasíðu GG.

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur