Met ţátttaka í Möllernum

 • Fréttir
 • 25. ágúst 2011
Met ţátttaka í Möllernum

Met þátttaka var í Möllernum, fyrirtækjamóti GG þetta árið því 38 sveitir skráðu sig til leiks. Það var í raun ekkert skrýtið því veðurspá lofað góðu og mikil stemning hafði myndast meðal fyrirtækja, enda hafa kylfingar verið ósparir á lofsyrðin um völlinn og umfang þessa móts. Þeir urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, 15 stiga hiti og örlítil gola mætti mönnum í byrjun en er líða tók á daginn lygndi. 

Hvað var hægt að biðja um meira? Jú, völlurinn í toppstandi og allt að því óaðfinnanlegur, eða eins og einn þátttakandi sagði „það er eins og að spila í útlöndum því grínin taka svo vel við boltanum og flatirnar frábærar. Þegar slíkt fer saman við gott veður þá er varla hægt að spila illa. Það arð einnig raunin, því skor var almennt mjög gott. Til marks um það voru hvorki fleiri né færri en 4 sveitir sem spiluðu á 45 punktum. Hlutskarpastir urðu STS logistics á 45 punktum eða sama skori og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur semlenti í 2. sæti en með 17 punkta á síðustu 6 holunum á meðan Sjómannafélagið var einungis á 15 punktum síðustu 6 holunum. Í þriðja sæti varð fyrirtækið SPES einnig á 45 punktum en aðeins lakari á síðari 9 holunum. Í fjórða sæti varð Veiðafæraþjónustan einnig á 45 punktum. Í fimmta sæti varð Eimskip á 44 punktum. 


Nándarverðlaun voru veitt fyrir allar par3 holurnar ásamt því að vera næstur holu við annað höggið. Eftirtaldir einstaklingar voru næstir holu í mótinu:

Á 4./17. braut var Sigmar næstur holu með 2,59m.

Á 5. braut var Kristinn Sörensen næstur holu eftir annað höggið

Á 8. holu var Sigurþór næstur holu með 3,24m

Á 13. holu Var Heiðar næstur holu, eða 0,39m

Sveit Eimskips getur vitjað vinninganna í skálanum. Sama gildir um flest alla sem fengu nándarverðlaun.

Úrslit, lokastaða í Möllernum 2011 má sjá á heimasíðu GG.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Tónlistaskólafréttir / 17. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Nýjustu fréttir

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

 • Bókasafnsfréttir
 • 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 25. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

 • Grunnskólafréttir
 • 18. maí 2018