Umhverfisverđlaunin 2011 afhent

  • Fréttir
  • 24. ágúst 2011

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar 2011 voru afhent síðdegis í gær í Kvikunni, menningar- og auðlindahúsi. Fern verðlaun voru afhent en Staðarhraun 29 og Suðurvör 3 fengu verðlaun fyrir fallegustu garðana, Ásabraut 1 fyrir vel heppnað viðhald á gömlu húsi og Bláa lónið fékk verðlaun sem snyrtilegasta fyrirtækið.

Guðbjörg Eyjólfsdóttir formaður umhverfisnefndar tilkynnti verðlaunin og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sá um að afhenta þau. Í kynningu sinni fór Guðbjörg yfir stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur í tilefni þess að nú er ár skóga. Fyrsta plantan í Selskógi var gróðursett 29. maí 1957 og var það 37 sm há birkiplanta en alls voru eitt þúsund plöntur gróðarsettar þennan merka dag í Selskógi. Í nóvember sama ár var Skógræktarfélag Grindavíkur formlega stofnað að tilstuðlan Ingibjargar Jónsdóttur formanns Kvenfélags Grindavíkur. Síðan þá hefur vaxið myndarlegur skógur.

Jóhannes Vilbergsson, núverandi formaður Skógræktarfélags Grindavíkur, hélt erindi við afhendinguna en félagið var endurstofnað 2006 eftir að hafa legið í dvala um all nokkurt skeið. Meðlimir félagsins í dag eru um 40. Jóhannes fór yfir verkefni félagsins síðustu árin en búið er að planta rúmlega 20 þúsund plöntum síðustu fimm árin, aðallega í norður- og suðurhlíð Þorbjarnar. Þar má nefna tegundir eins og sitkagreni, aspir, reynitré, öl, birki, runna og ýmislegt fleira. Nánar verður sagt frá þessu erindi í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar, sem kemur út í næsta mánuði.

Dagný Hrönn Pétursdóttir framkvæmdastjóri Bláa lónsins, flutti erindi um umhverfisstefnu Bláa lónsins sem hefur að leiðarljósi að vera í fararbroddi á því sviði.

En Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar 2011 komi í hlut:

- Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Staðarhraun 29. - Ásrún Helga Kristinsdóttir og Reynir Ólafur Þráinsson.
- Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Suðurvör 3. - Guðfinna Bogadóttir.
- Verðlaun fyrir vel heppnaða viðhald á gömlu húsi: Ásabraut 1, Ásbyrgi. - Guðmundur Sverrir Ólafsson og Guðmunda Jónsdóttir
- Verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið: Bláa lónið.

Þá flutti Óskar Vignisson nokkur lög við athöfnina við góðar undirtektir.

Efsta mynd: Allir verðlaunahafarnir ásamt bæjarstjóra og fulltrúum umhverfisnefndar.

Róbert bæjarstjóri, verðlaunahafarnir Reynir og Ásrún, Guðbjörg formaður og Björgvin Björgvinsson í umhverfisnefnd.

Róbert, Guðfinna verðlaunahafi og Guðbjörg.

Róbert, verðlaunahafarnir Guðmundur og Guðmunda, Guðbjörg og Björgvin.

Róbert, Dagný og Hartmann frá Bláa lóninu, Guðbjörg og Björgvin.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!