Jóhann Helgason er fyrirmyndar leikmađur
Jóhann Helgason er fyrirmyndar leikmađur

,,Ég hef aldrei séð neinn tilgang með notkun munntóbaks því það hefur slævandi áhrif fótboltalega á fótboltalega getu og svo er mér mjög annt um almenna heilsu og eiga því íþróttir og notkun munntóbaks enga samleið,'' svaraði Jóhann Helgason þegar hann var spurður um ástæðu þess að nota ekki munntóbak.

JÓHANN HELGASON - LEIKMAÐUR GRINDAVÍKUR

Aldur: 27 ára 
Fyrri félög: KA 
Leikir í deild og bikar: 170 
Mörk í deild og bikar: 21 


,,Ég verð mjög mikið var við notkun munntóbaks og vildi ég leggja mitt af mörkum í þessu átaki því ég er mjög á móti þessu og á þetta átak fyllilega rétt á sér,'' sagði Jóhann þegar hann var spurður hvort hann yrði var um þetta á æfingum.

,,Það finnst mér ekki gott og það er allt of mikið um þetta en sem betur fer eru reglur á íþróttasvæðinu sjálfu og reyna leikmenn að fara að mestu leiti eftir því,'' sagði Jóhann um viðhorf hans gagnvart því að leikmenn væru að nota þetta innan um börn og unglinga.

,,Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að vera fyrirmyndarleikmaður og ég tek það hlutverk mjög alvarlega,'' sagði Jóhann að lokum.

Fyrimyndarleikmaðurinn - Herferð gegn munntóbaksnotkun. 
Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna og ungs fólks, á vegum Embættis Landlæknis, KSÍ, ÍSÍ, UMFÍ og ÁTVR. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum.

Forustumenn íþróttafélaganna eru hvattir til að fylgja eftir ályktun Íþrótta og sérsambanda, að útrýma allri notkun tóbaks úr öllu íþróttastarfi. Átakið mun standa frá júní til loka september, eða yfir keppnistímabil knattspyrnumanna. Ástæða þess að átakinu er beint að knattspyrnumönnum er að þar hefur munntóbaksnotkun breiðst afar hratt út á síðustu misserum. Samkvæmt könnun meðal knattspyrnumanna, kemur fram að allt að 30% leikmanna hafi notað eða séu að nota Munntóbak. Vitað er að helsta ástæða þess að ungt fólk byrjar munntóbaksnotkun er hópþrýstingur eða fyrir tilstuðlan fyrirmynda.

Átakið fer fram með þeim hætti að valinn verður einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og fær hann titilinn fyrirmyndarleikmaður. Sá leikmaður er ekki að neyta tóbaks. Hlutverk leikmannsins er að vera fyrirmynd yngri iðkenda og ungs fólks. Í dag kynnir Fótbolti.net fyrirmyndarleikmanninn Jóhann Helgason.

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur