Jóhann Helgason er fyrirmyndar leikmađur
Jóhann Helgason er fyrirmyndar leikmađur

,,Ég hef aldrei séð neinn tilgang með notkun munntóbaks því það hefur slævandi áhrif fótboltalega á fótboltalega getu og svo er mér mjög annt um almenna heilsu og eiga því íþróttir og notkun munntóbaks enga samleið,'' svaraði Jóhann Helgason þegar hann var spurður um ástæðu þess að nota ekki munntóbak.

JÓHANN HELGASON - LEIKMAÐUR GRINDAVÍKUR

Aldur: 27 ára 
Fyrri félög: KA 
Leikir í deild og bikar: 170 
Mörk í deild og bikar: 21 


,,Ég verð mjög mikið var við notkun munntóbaks og vildi ég leggja mitt af mörkum í þessu átaki því ég er mjög á móti þessu og á þetta átak fyllilega rétt á sér,'' sagði Jóhann þegar hann var spurður hvort hann yrði var um þetta á æfingum.

,,Það finnst mér ekki gott og það er allt of mikið um þetta en sem betur fer eru reglur á íþróttasvæðinu sjálfu og reyna leikmenn að fara að mestu leiti eftir því,'' sagði Jóhann um viðhorf hans gagnvart því að leikmenn væru að nota þetta innan um börn og unglinga.

,,Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að vera fyrirmyndarleikmaður og ég tek það hlutverk mjög alvarlega,'' sagði Jóhann að lokum.

Fyrimyndarleikmaðurinn - Herferð gegn munntóbaksnotkun. 
Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna og ungs fólks, á vegum Embættis Landlæknis, KSÍ, ÍSÍ, UMFÍ og ÁTVR. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum.

Forustumenn íþróttafélaganna eru hvattir til að fylgja eftir ályktun Íþrótta og sérsambanda, að útrýma allri notkun tóbaks úr öllu íþróttastarfi. Átakið mun standa frá júní til loka september, eða yfir keppnistímabil knattspyrnumanna. Ástæða þess að átakinu er beint að knattspyrnumönnum er að þar hefur munntóbaksnotkun breiðst afar hratt út á síðustu misserum. Samkvæmt könnun meðal knattspyrnumanna, kemur fram að allt að 30% leikmanna hafi notað eða séu að nota Munntóbak. Vitað er að helsta ástæða þess að ungt fólk byrjar munntóbaksnotkun er hópþrýstingur eða fyrir tilstuðlan fyrirmynda.

Átakið fer fram með þeim hætti að valinn verður einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og fær hann titilinn fyrirmyndarleikmaður. Sá leikmaður er ekki að neyta tóbaks. Hlutverk leikmannsins er að vera fyrirmynd yngri iðkenda og ungs fólks. Í dag kynnir Fótbolti.net fyrirmyndarleikmanninn Jóhann Helgason.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur