Helgi Jónas ţróar nýja tegund af námskeiđum
Helgi Jónas ţróar nýja tegund af námskeiđum

Helgi Jónas Guðfinnsson frá styrktarþjálfun.is, kennari við ÍAK einkaþjálfaranám hjá Keili og körfubolta- og styrktarþjálfari hefur hannað glænýtt hópnámskeið sem hann kallar Metabolic Fitness. Námskeiðið seldist upp í Grindavík á 5 dögum og 23. ágúst hefst hádegisnámskeið í íþróttahúsinu á Ásbrú.

Í viðtali við Víkurfréttir segir Helgi Jónas að hann voni að þetta verði ekki enn eitt æðið heldur sé komið til að vera.

,,Ég er ekki mikill erobikk maður og fannst vanta góða alhliða hópatíma með áherslu á styrk, kraft og úthald en skilaði á sama tíma mikilli fitubrennslu. Þetta hefur tekið talsverðan tíma í þróun og lítið verið kynnt en það er strax orðin mikil eftirspurn eftir námskeiðum bæði hér á Suðurnesjunum og eins í Reykjavík. Greinilegt að það hefur verið vöntun á námskeiði sem þessu, í stórum sal sem býður upp á mikla möguleika og fjölbreytni."


Metabolic - Hvað er það?
„Metabolic þýðir í raun bara efnaskipti en eitt aðal markmið Metabolic Fitness tímanna er að auka hraðann á efnaskiptum = að auka fitubrennslu. Í tímunum taka allir vel á því í stuttan tíma í einu með hléum á milli, svokölluð skorpuþjálfun (interval) en slík þjálfun skilar fitubrennslu í marga klukkutíma eftir æfinguna, mun meiri brennslu heldur en æfingar með jöfnu álagi. Námskeiðið er mjög fjölbreytt og byggir á fjórum mismunandi tímum; metabolic burn, power, strength og endurance. Rauði þráðurinn í gegnum alla tímana er að allar æfingarnar eru það sem kallast starfrænar (functional) sem þýðir að þær líkjast daglegum hreyfingum okkar sem mest. Flestir finna fyrir einhverjum stoðkerfisverkjum eins og eymslum í öxlum eða baki en í starfrænni þjálfun er mikil áhersla lögð á að styrkja djúpvöðvakerfið og því ætti fólk að finna mikinn mun á sér þegar það fer að gera æfingarnar sem við leggjum upp með á námskeiðinu. Ég nota einungis starfrænar æfingar fyrir þá sem ég þjálfa, hvort sem það er venjulegt fólk eða afreksíþróttamenn".

Má þá segja að í Metabolic fitness tímunum sé fólk að æfa eins og afreksíþróttamenn?
„Já, það er alveg óhætt að segja það. Ég læt íþróttamennina mína gera mikið af æfingum sem ég nota í Metabolic Fitness tímunum og ég trúi því að í hverjum manni búi íþróttamaður. Öll höfum við þá eiginleika að geta sprettað, hoppað og verið sterk en ef við gleymum að þjálfa þessa eiginleika tapast þeir".


Þarf maður þá ekki að vera í hörku formi til að geta stundað Metabolic Fitness?
„Nei, alls ekki. Kosturinn við æfingarnar er að það stjórnar hver og einn sínu álagi. Þú einfaldlega notast við léttari þyngdir eða ferð þér hægar ef íþróttamaðurinn í þér er í dvala. Eins má mjög auðveldlega breyta æfingunum ef fólk er með eymsli í t.d. baki eða hnjám. Þeir sem eru í góðu formi munu engu að síður hafa mjög gaman af æfingunum og það ætti enginn að vera í of góðu formi fyrir þær. Það er alltaf hægt að gera æfingarnar meira krefjandi".

 

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur