Umsóknarfrestur til Menningarráđs framlengdur um viku

  • Fréttir
  • 17. ágúst 2011
Umsóknarfrestur til Menningarráđs framlengdur um viku

Menningarráð Suðurnesja auglýsti nýverið verkefnastyrki og óskaði eftir styrkumsóknum vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu. Auglýst var að skila bæri umsóknum eigi síðar en kl. 16:00 mánudaginn 22. ágúst. Nú hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til mánudagsins 29. ágúst kl. 16.00.

Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu Menningarráðs Suðurnesja http://menning.sss.is 

Umsóknum skal skilað í 7 eintökum á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12b, Reykjanesbæ eða á netfangið menning@sss.is

Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, bjork@sss.is sími 420-3288

Deildu ţessari frétt