Óli Baldur tryggđi Grindavík dýrmćtan sigur í Keflavík

  • Fréttir
  • 16. ágúst 2011

Grindavík gerði sér lítið fyrir og skellti nágrönnum sínum í Keflavík 2-1 í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Óli Baldur Bjarnason skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok með glæsilegum skalla og stigu Grindvíkingar villtan stríðsdans í leikslok enda sérstaklega sætt að leggja grannana og erkifjendurna á þeirra heimavelli.

Orri Freyr Hjaltalín kom Grindavík yfir á 19. mín. en Guðmundur Steinarsson jafnaði metin fyrir Keflavík. Hart var barist í leiknum en vörn Grindvíkinga var sterk með Óskar Pétursson markvörð í banastuði í markinu.

Ólafi Erni Bjarnasyni, þjálfari Grindavíkur, var augljóslega létt eftir sigurinn á Keflavík í kvöld þar sem liðið náði átta stiga forystu á Víking og Fram í fallsæti auk þess að ná Breiðabliki að stigum og vera aðeins stigi á eftir Þór og Keflavík.

„Eins og staðan er í dag þá er númer eitt tvö og þrjú að fá stig og ef þú færð ágætisleik er það jákvætt. Það voru flottir punktar inn á milli, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera góða hluti. Þetta var erfitt í seinni hálfleik með vindinn í bakið og þeir koma hátt á okkur og við náum aldrei að rúlla boltanum og vorum þvingaðir til að sparka langt fram sem er ekki uppskrift til árangurs með vindinn í bakið. En menn kláruðu færið sitt inni í teig og Óskar var góður í markinu. Það er margt jákvætt hægt að taka út úr þessum leik," sagði Ólafur við Vísi en þolinmæði Grindavíkinga í vörninni skilaði stigunum þremur.

„Við máttum auðvitað ekki fara út í einhverja vitleysu og henda mönnum fram. Keflavík eru góðir og skipulagðir og sækja hratt fram þannig að við þurftum að vera meðvitaðir um það en það er ekki aðalmálið hversu oft þú ert inni á þeirra vallarhelmingi eða hversu mikið þú ert með boltann heldur að klára færin sem maður fær og við kláruðum okkar færi."

„Aðalmálið í augnablikinu er að fá stig, það er sama hvernig þú ferð að því. Nú geta menn farið að horfa upp fyrir sig. Það er ekki langt í nokkur lið og nú geta menn farið að hugsa meira upp á við en niður á við en fyrir lið í okkar stöðu skiptir öllu að fá stig," sagði Ólafur Örn að lokum.

Mynd: Sport.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál