Samţykkt ađ selja Festi
Samţykkt ađ selja Festi

Á aukafundi í Bæjarstjórn Grindavíkur í kvöld var samþykkt að veita stjórnarmönnum í Víkurbraut 58 ehf. umboð til að ganga til samninga við hæstbjóðanda um kaup á fasteigninni Víkurbraut 58, öðru nafni Festi, en tvö tilboð bárust í eignina. Í samningnum skal tekið tillit til miðbæjarskipulags Grindavíkur er kemur fram í tillögu Alta frá 3. maí 2011. Allir flokkar bókuðu um málið en fundargerðin var svohljóðandi: 

Tillaga frá fulltrúum B-lista
Bæjarstjórn Grindavíkur veitir stjórnarmönnum í Víkurbraut 58 ehf. umboð til að ganga til samninga við hæstbjóðanda um kaup á fasteigninni Víkurbraut 58, öðru nafni Festi, en tvö tilboð bárust í eignina. Í samningnum skal tekið tillit til miðbæjarskipulags Grindavíkur er kemur fram í tillögu Alta frá 3. maí 2011.
                                   Fulltrúar B-lista
 
Bókun
Eins og oft áður hefur komið fram þá á Festi stað í hjarta flestra íbúa Grindavíkur og eins er það farið með okkur í Samfylkingarfélaginu.  Við komum fram með hugmyndir að framtíðarlausn á málefnum Festi í síðustu sveitarstjórnarkosningunum.  Í málefnaskrá okkar stóð: "Við viljum byggja upp Festi sem menningarmiðstöð Grindavíkur og vísi að miðbæ sem iðar af lífi frá morgni til kvölds". Enn fremur:  "að bókasafnið, tónlistarskólinn, félagsstarf aldraðra, Þruman og skrifstofur íþróttafélaga verði staðsett þar".  Í umræðum sem átt hafa sér stað um framtíð Festi í bæjarráði hafa þessar hugmyndir okkar ekki hlotið hljómgrunn og ljóst í okkar huga að þeim verður ekki hrint í framkvæmd. Í ljósi þess að í bæjarráði og bæjarstjórn hafa komið fram hugmyndir um aðrar lausnir á málefnum tónlistarskóla og bókasafns ásamt hugmyndum um stækkun íþróttahússins sem kosta munu bæjarsjóð minna og að félagsaðstaða eldri borgara hefur verið stórbætt samþykkjum þá tillögu sem lögð er fyrir fundinn.  Við trúum að annars komi niðurstaða í þessu máli til með að dragast von úr viti og er nú nóg samt.  Við höfum einnig þá trú og berum þá von í hjarta að þeir eldhugar sem að tilboðinu standa, standi við þau orð að "Festi verður áfram Festi ; við klárum að byggja Festi og látum þetta virðulega og lifandi hlutverk í samfélaginu verða fjölbreyttara en áætlað var í upphafi sem verslunar og þjónustuhúsnæði. Með þessu móti fær Festi þá virðingu sem það á skilið, miðbæjarkjarni myndast, störf skapast, þjónusta eykst í bæjarfélaginu og hjartað í Festi fer að slá á ný".
                                  Bæjarfulltrúi S-lista
 
Bókun vegna tillögu B-lista
G-listinn tekur undir tillögu B-listans um að selja félagsheimilið Festi til einkaaðila. Eins og staðan er á húsinu  teljum við Festi eiga það skilið að komast í hendur þeirra sem hafa metnað í að gera það upp þannig að sómi sé af. Það er mat G-listans að Grindavíkurbær hafi hvorki þörf né burði til að reka félagsheimi í þeirri mynd sem Festi var áður. Sagan sannar það.
                                 Bæjarfulltrúar G-lista

Breytingatillaga frá D-lista
Bæjarstjórn samþykkir að vísa í íbúakosningu hvort bærinn eigi að selja Festi til einkaaðila án kvaða um að samkomusalur verði að vera í húsinu.
                                 Bæjarfulltrúi D-lista
 
Breytingatillagan er felld með 4 akvæðum gegn 1, 2 sitja hjá.
Tillaga frá fulltrúm B-lista er samþykkt með 6 atkvæðum, 1 á móti.

Bókun vegna tillögu D-lista
Í upphafi umræðunnar um sölu Festis kom G-listinn með hugmynd um að setja málið í íbúakosningu. Eftir að hafa rætt málið betur var það ákvörðun að gera það ekki. Fulltrúi D-lista var henni ekki hlynntur. Það eru fjölmargar hugmyndir meðal bæjarbúa um hvernig þeir sjá gamla félagsheimilið fyrir sér. Margir vilja að bæjarfélagið taki að sér uppbyggingu og rekstur. Grindavíkurbær hefur þurft að skera niður vegna þess að rekstur bæjarins hefur verið í halla. Aðrir vilja sjá húsið selt og að þeir sem kaupi það sjái um að búa þannig um húsið að það nýtist og njóti sín. Þá hugmynd hugnast G-listanum best. Aðrir hafa fengið sig fullsadda á umræðunni og kjarkleysi fyrri bæjarstjórna um að ákveða hvað skuli  gera við leifar hússins.  G- listinn fagnar því að niðurstaða skuli vera komin í málið.
                                 Bæjarfulltrúar G-lista
 
Bókun
Það er slæmt til þess að vita að bæjarfulltrúar S-lista og  B- lista hafa  ekki vilja til þess að láta fara fram íbúakosningu um jafn umdeilt málefni og framtíð Festi.

Bæjarfulltrúar G- listans koma sér síðan hjá því  að taka afstöðu til þess.
Þess í stað vilja bæjarfulltrúar S-,G- og B-lista selja Festi til einkaaðila á 15 milljónir .

Einungis tveir aðilar fengu tækifæri á að bjóða í Festi án þess að hafa samkomusal  í húsinu
Með þessari gjörð er verið að gefa Festi.
                               Fulltrúi D- lista
Bókun
Fulltrúi S-listans  er mjög hlynntur íbúakosningum og beinu lýðræði og minnir á að minnihlutinn í bæjarstjórn stakk upp á íbúakosningu hvað varðar framtíð Festi á fyrri stigum málsins en ekki var á það hlustað.

Bókun
Á bæjarráðsfundi þann 18.febrúar ákvað bæjarráð að heimila að Festi yrði auglýst til sölu. Þann 24. febrúar var stjórnarfundur í stjórn Víkurbrautar 58 ehf. þar sem samþykkt var að auglýsa Festi til sölu en í stjórn Víkurbrautar 58 ehf. sitja Guðmundur Pálsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Róbert Ragnarsson, Kristín María Birgisdóttir og Gunnlaugur Hreinsson. Síðan þá hefur málið verið í ferli og hafa verið næg tækifæri til þess að óska eftir að húsið yrði auglýst á ný með breyttum forsendum eða að farið yrði í íbúakosningu. Nú þegar komið er að ákvörðun er komið fram með umræður um ófullnægjandi auglýsingu og tillögu um íbúakosningu. Verður að telja að þetta sé of seint fram komið og tillagan um íbúakosningu vanreifuð.
Það þarf kjark og þor til að taka ákvörðun í jafn erfiðu og umdeildu máli sem þessu. Íbúar Grindavíkur eiga skilið að ákvörðun sé tekin og engin greiði er gerður með að fresta málinu áfram. Það að bæjarfulltrúar G- og S-lista hafi tekið afstöðu í þessu máli sýnir að þeir vilja vinna fyrir bæjarfélagið í staðinn fyrir að sitja fast í gamaldags pólitík þar sem reynt er að klekkja á andstæðingnum.
                               Fulltrúar B-lista
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10

Nýlegar fréttir

mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
Grindavík.is fótur