Grindavík sćkir granna sína í Keflavík heim
Grindavík sćkir granna sína í Keflavík heim

Grindavík sækir granna sína í Keflavík heim í kvöld í Pepsideild karla. Leikur liðanna hefst kl. 19:15 og er mikið í húfi enda bæði lið í neðri hluta deildarinnar. Grindavík er í 10. sæti með 13 stig en Keflavík í 7.-8. sæti með 17 stig en hefur leikið leik minna en liðin í kring.

Keflavík og Grindavík hafa mæst 29 sinnum efstu deild, fyrst árið 1995. Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 13 leiki og Grindavík 9 en sjö sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 43-36 fyrir Keflavík. Stærsti sigur Grindavíkur var 4-0 sigur á Grindavíkurvelli árið 1996 en stærstu sigrar Keflavíkur er 3-0 heimasigur árið 1998 og 4-1 sigur í Grindavík árið 2002. Mesti markaleikur liðanna kom árið 2004 þegar Grindavík vann 4-3. Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Grindavík í efstu deild. Guðmundur Steinarsson hefur skorað níu mörk, Jóhann B. Guðmundsson fimm, Magnús Þorsteinsson þrjú, Haraldur Freyr Guðmundsson tvö og Andri Steinn Birgisson hefur gert eitt mark.

Það hefur verið þó nokkur samgangur milli Keflavíkur og Grindavíkur í gegnum árin enda ekki langt að fara. Milan Stefán Jankovic hefur þjálfað bæði lið og í gegnum árin hafa m.a. Kristinn Jóhannsson, Hjálmar Hallgrímsson, Þorsteinn Bjarnason, Zoran Ljubicic og Eysteinn Hauksson leikið með báðum félögunum. Í ár tefla bæði lið fram þremur leikmönnum sem hafa leikið með báðum þessum liðum. Í leikmannahópi Grindavíkur eru það þeir Haukur Ingi Guðnason, Paul McShane og Scott Ramsay sem hafa leikið með Keflavík og í herbúðum Keflavíkur eru það Grétar Hjartarson, Andri Steinn Birgisson og Magnús Þorsteinsson sem hafa einnig leikið með Grindavík, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Keflavíkur.

Nýlegar fréttir

ţri. 23. jan. 2018    Drugie pokolenie Polaków na Islandii - Önnur kynslóđ Pólverja
ţri. 23. jan. 2018    Hćfileikakeppni Samsuđ fór fram í Grindavík
ţri. 23. jan. 2018    Atvinna - Starfsmađur í ţjónustumiđstöđ
mán. 22. jan. 2018    Gunnar Ţorsteinsson hjá Grindavík til loka 2020
mán. 22. jan. 2018    Rilany og Vivian áfram međ Grindavík
mán. 22. jan. 2018    Grindavík tapađi úti gegn ÍR
mán. 22. jan. 2018    Nýtt stuđningsmannalag - Vígiđ
mán. 22. jan. 2018    Grindvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund
sun. 21. jan. 2018    Bóndadagskaffi á Ásabraut
fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
Grindavík.is fótur