Grindavík sćkir granna sína í Keflavík heim
Grindavík sćkir granna sína í Keflavík heim

Grindavík sækir granna sína í Keflavík heim í kvöld í Pepsideild karla. Leikur liðanna hefst kl. 19:15 og er mikið í húfi enda bæði lið í neðri hluta deildarinnar. Grindavík er í 10. sæti með 13 stig en Keflavík í 7.-8. sæti með 17 stig en hefur leikið leik minna en liðin í kring.

Keflavík og Grindavík hafa mæst 29 sinnum efstu deild, fyrst árið 1995. Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 13 leiki og Grindavík 9 en sjö sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 43-36 fyrir Keflavík. Stærsti sigur Grindavíkur var 4-0 sigur á Grindavíkurvelli árið 1996 en stærstu sigrar Keflavíkur er 3-0 heimasigur árið 1998 og 4-1 sigur í Grindavík árið 2002. Mesti markaleikur liðanna kom árið 2004 þegar Grindavík vann 4-3. Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Grindavík í efstu deild. Guðmundur Steinarsson hefur skorað níu mörk, Jóhann B. Guðmundsson fimm, Magnús Þorsteinsson þrjú, Haraldur Freyr Guðmundsson tvö og Andri Steinn Birgisson hefur gert eitt mark.

Það hefur verið þó nokkur samgangur milli Keflavíkur og Grindavíkur í gegnum árin enda ekki langt að fara. Milan Stefán Jankovic hefur þjálfað bæði lið og í gegnum árin hafa m.a. Kristinn Jóhannsson, Hjálmar Hallgrímsson, Þorsteinn Bjarnason, Zoran Ljubicic og Eysteinn Hauksson leikið með báðum félögunum. Í ár tefla bæði lið fram þremur leikmönnum sem hafa leikið með báðum þessum liðum. Í leikmannahópi Grindavíkur eru það þeir Haukur Ingi Guðnason, Paul McShane og Scott Ramsay sem hafa leikið með Keflavík og í herbúðum Keflavíkur eru það Grétar Hjartarson, Andri Steinn Birgisson og Magnús Þorsteinsson sem hafa einnig leikið með Grindavík, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Keflavíkur.

Nýlegar fréttir

miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
fim. 14. sep. 2017    Atvinna: Matráđur og ađstođarmatráđur í Miđgarđi
fim. 14. sep. 2017    Fjör í hljóđfćrakennslu í tónlistarskólanum
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga í dag kl. 18:00 - náttúra
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga (spacer zdrowia) w Grindaviku
Grindavík.is fótur