Glćsilegur sigur hjá Grindavíkurstelpum

  • Fréttir
  • 9. ágúst 2011
Glćsilegur sigur hjá Grindavíkurstelpum

Grindavíkurstelpur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Breiðablik í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld með 3 mörkum gegn 2 í ótrúlegum leik. Með sigrinum komst Grindavík upp úr neðsta sætinu en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð og líklega óvæntustu úrslit sumarsins í íslenska boltanum. Grindavík lék án þriggja leikmanna sem eru farnir í nám til Bandaríkjanna, sem gerir sigurinn enn athyglisverðari.

Breiðablik komst yfir snemma leiks en Shaneka Gordon jafnaði metin með því að bruna upp allan völlinn og skora á 23. mín. Breiðablik komst aftur yfir fimm mínútum síðar Shaneka Gordon jafnaði metin á 65. mín. þar sem boltinn lak í netið. Breiðablik hafði yfirhöndina en Grindavík tryggði sér sigurinn á 84. mín. með marki Dernelle Maschall sem fylgdi vel á eftir aukaspyrnu.

Grindavíkurstelpur fögnuðu svo öðrum sigri sínum í röð en liðið er enn í fallsæti en aðeins 3 stig í næsta lið sem er KR.

Mörkin úr leik Breiðabliks og Grindavíkur má sjá í 10 fréttum RÚV hér (eftir ca. 10 mín í fréttatímanum).

Staðan:
1. Stjarnan 13 12 0 1 38:12 36
2. Valur 13 9 2 2 35:11 29
3. ÍBV 13 7 3 3 26:9 24
4. Þór/KA 13 7 2 4 25:25 23
5. Fylkir 12 6 1 5 18:21 19
6. Breiðablik 13 5 2 6 23:25 17
7. Afturelding 12 3 2 7 13:26 11
8. KR 13 2 4 7 14:20 10
9. Grindavík 13 2 1 10 13:36 7
10. Þróttur 13 1 3 9 13:33 6

 

Deildu ţessari frétt