Fyrsti heimaleikur Hauks Inga međ Grindavík
Fyrsti heimaleikur Hauks Inga međ Grindavík

Nýjasti leikmaður Grindavíkurliðsins Haukur Ingi Guðnason átti ágætis innkomu hjá Grindavíkuliðinu gegn Breiðablik í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa spilað lítin fótbolta undanfarin misseri en hann spilaði allan seinni hálfleikinn. „Ég er ánægður með að spila fótbolta við svona frábærar aðstæður. Við vildum samt meira og auðvitað fer maður í alla leiki til þess að ná í 3 stig. Það sást líka í seinni hálfleik því bæði lið vildu sigurinn og þá opnaðist leikurinn meira," sagði Haukur Ingi.

 

„Sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Með smá heppni og öðruvísi ákvörðun frá dómurunum hefðu við getað stolið þessu. Mér fannst ég til að mynda ekki rangstæður í eitt skiptið þegar ég var að sleppa í gegn. Auk þess sem mér fannst ég eiga að fá víti þegar Kári ýtti við mér inn í teig. Ég er þannig leikmaður að ég læt mig ekki detta en auðvitað vilja menn alltaf fá víti þegar maður missir jafnvægið inn í teig.

Ég hef ekki spilað fótbolta í 3 mánuði og var ansi stífur, í raun var ég hræddur um að togna undir lokin. Það er samt fínt að ná einum hálfleik en ég á samt mikið inni. Ég ætla að klára sumarið með Grindavík. Ég þarf að fara í aðgerð og hún verður framkvæmd eftir mótið og ég þjösnast eitthvað aðeins áfram í þessu. Maður finnur auðvitað alltaf verk og ég er nú bara orðinn vanur því," sagði Haukur og glotti.

„Grindavík er flottur klúbbur og það vita það allir að góðir menn standa að klúbbnum. Það er frábær umgjörð. Eina sem þarf að gerast er að hala inn fleiri stig og þá á þetta félag að geta stefnt miklu ofar," sagði Haukur Ingi við Vísi.

Nýlegar fréttir

fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
fim. 16. nóv. 2017    Framkvćmdum viđ Víđihlíđ miđar vel
miđ. 15. nóv. 2017    Grindavíkurbćr undirbýr ţátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag
miđ. 15. nóv. 2017    Fjörugur föstudagur - Handverksmarkađur í Kvikunni
miđ. 15. nóv. 2017    Íbúafundur um fjárhagsáćtlun í dag kl. 17:30
miđ. 15. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 15. nóv. 2017    Verndaráćtlun í byggđ - Íbúafundur í dag
ţri. 14. nóv. 2017    Northern Light Inn og Norđurljósin í Sjónvarpi Víkurfrétta
ţri. 14. nóv. 2017    Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni
ţri. 14. nóv. 2017    Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur
ţri. 14. nóv. 2017    Vel heppnuđ afmćlishátíđ Guđbergs í Kvikunni
ţri. 14. nóv. 2017    Jón Axel leikmađur vikunnar í háskólaboltanum
ţri. 14. nóv. 2017    Matseđill vikunnar í Víđihlíđ
ţri. 14. nóv. 2017    Spurningakeppnirnar komnar af stađ
mán. 13. nóv. 2017    Bjartur Logi kvaddur í Kvenfélagsmessu
mán. 13. nóv. 2017    Villibráđakvöld á Fish House 17. nóvember
mán. 13. nóv. 2017    Ray Anthony og Nihad Hasecid ţjálfa kvennaliđ Grindavíkur
Grindavík.is fótur