Jafntefli í hörku leik

 • Fréttir
 • 8. ágúst 2011
Jafntefli í hörku leik

Grindavík og Íslandsmeistarar Breiðabliks gerðu jafntefli 1-1 þegar liðin mættust á Grindavíkurvelli í gærkvöldi. Blikar komust yfir í fyrri hálfleik en Scott Ramsey jafnaði metin í þeim síðari. Blikar fengu úrvalsfæri í lokin en Óskar Pétursson markvörður og fyrirliði Grindavíkur varði í tvígang meistaralega.

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari og leikmaður Grindavíkur var ágætlega sáttur með eitt stig.

„Ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn. Menn voru bara á skokkinu og það er ekki hægt gegn liði eins og Breiðablik. Í seinni hálfleik kom meiri vilji og kraftur en samt vantaði mikið upp á hjá okkur," sagði Ólafur Örn við Vísi.

„Ég get því bara  verið ánægður með eitt stig í þessum leik. Þó maður hefði nú alveg viljað stela þessu í lokin en einhvern vegin þurfum við að vera rólegri þegar við færum okkur framar á völlinn. Í kvöld fannst mér við klaufar þegar kom að því klára sóknirnar, tókum slæmar ákvarðanir sem höfðu áhrif á liðið. Blikarnir fengu sín færi í leiknum en sem betur fer erum við með Óskar í markinu og það er hans starf að verja og hann gerði það vel í kvöld."

Aðspurður með framhaldið hjá Grindavíkurliðinu hafði Ólafur þetta að segja:

„Menn ná ekkert að slappa almennilega af. Það er ákveðinn pressa að vera svona nálægt botninum. Við hinsvegar ætlum að vinna okkur út úr fallskrapinu á næstunni. Það er klárt mál."

Næsti leikur liðsins er næsta mánudag gegn Keflavík.

Mynd: Víkurfréttir.

Staðan:

1. KR 12 9 3 0 28:9 30
2. ÍBV 13 8 2 3 20:11 26
3. FH 14 7 4 3 28:18 25
4. Valur 14 7 4 3 20:11 25
5. Stjarnan 14 6 4 4 28:22 22
6. Fylkir 14 5 4 5 21:24 19
7. Keflavík 13 5 2 6 17:18 17
8. Þór 14 5 2 7 21:28 17
9. Breiðablik 14 4 4 6 21:26 16
10. Grindavík 14 3 4 7 17:28 13
11. Víkingur R. 14 1 5 8 12:25 8
12. Fram 14 1 4 9 7:20 7

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Tónlistaskólafréttir / 17. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Nýjustu fréttir

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

 • Bókasafnsfréttir
 • 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 25. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

 • Grunnskólafréttir
 • 18. maí 2018