Fjölbreytt námskeiđ hjá MSS í Grindavík

  • Fréttir
  • 5. ágúst 2011

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í Grindavík býður upp á ýmis áhugaverð námskeið nú á haustönn. Þar má nefna Aftur í nám sem er námsleið fyrir lesblinda. Námið er 95 kennslustundir þar sem unnið er sérstaklega með lestrarerfiðleika, einnig er farið í sjálfsstyrkingu, íslensku og tölvur.

Stuðst er við Ron Davis aðferðina og eru 40 einkatímar á námskeiðinu sem miða að því að námsmenn tileinki sér tækni til að halda athygli og úthaldi við lestur og skrift auk þess að bæta lesskilning. Verð: 64.000.

Önnur námskeið sem í boði eru á haustönn í Grindavík eru:

- Færni í ferðaþjónustu.
- Íslenska fyrir útlendinga námskeið nr. 1 - 5
- Leðurtöskugerð
- Menntastoðir
- Meðferð afla í Grindavík
- Norska 2
- Skrautskrift fyrir byrjendur
- Sterkari starfsmaður

Sjá nánar á www.mss.is/grindavik


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir