Fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna í höfn

  • Fréttir
  • 5. ágúst 2011

Grindavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu Aftureldingu að velli 2-1 í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Shaneka Gordon skoraði bæði mörk Grindavíkur, sigurmarkið kom í blálokin. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkurstúlkna í sumar enda fögnuðu þær vel og innilega í leikslok.

Jón var fyrst inntur eftir því hvort hann væri ekki sáttur eftir fyrsta sigurinn.

,,Jú, að sjálfsögðu er ég það, en það sem gladdi mig mest var að sjá stelpurnar loksins koma brosandi af velli. Það er búið að vera erfitt að bíða eftir fyrsta sigrinum," sagði hann við fotbolta.net.

Þegar Jón var spurður hvort þetta væri ekki enn athyglisverðara í ljósi þess að vera án Söruh Wilson, sem hefur verið hans besti varnarmaður í sumar, svaraði Jón:

,,Jú það má kannski segja það en ég er að missa 3-4 leikmenn núna svo við þurfum að venjast þessu."

,,Þessi sigur er ekki hvað síst mikilvægur fyrir andann í liðinu því stelpurnar hafa lagt hart að sér og framundan eru tveir mikilvægir leikir gegn KR og Þrótti og þetta gat því ekki komið á betri tíma"

,,Við fórum inn í seinni hálfleikinn með það markmið að halda okkar skipulagi og bíða færis og það var gott að sjá stelpurnar fylgja því og landa fyrsta sigrinum" sagði Jón er fréttaritari innti hann eftir því hvort ekki hefði verið freistandi að setja aukna pressu á andstæðingana eftir að þær misstu leikmann af velli í lok fyrri hálfleiks.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!