Ferđast frekar innanlands

  • Fréttir
  • 20. júlí 2011

Kristín María Birgisdóttir starfar sem kennari í Grunnskóla Grindavíkur og er jafnframt bæjarfulltúi í Grindavíkurbæ. Kristín segir sumarið hafa verið lengi í gang en þetta sé allt að koma en Kristín hefur verið dugleg að ferðast innanlands og ætlar að halda því áfram. Hún er í sumarviðtali í Víkurfréttum.

Hvernig hefur sumarið verið hingað til hjá þér?
„Það sem af er sumri hefur verið stórfínt, þó svo það hafi verið nokkuð lengi í gang. Júlí hefur verið fínn veðurlega séð og er smátt og smátt að takast að bæta upp fyrir vorhretið sem stóð aðeins of lengi."

Hvað fer á grillið hjá þér?
„Ég er mjög dugleg að fara í grill hjá öðrum. Annars hef ég verið mjög basic í grillinu í sumar. Stórfínir hamborgarar með virkilega djúsí lauk-mauki á milli ásamt sætum kartöflum. Combo sem klikkar ekki. Kjúklingur, hrefnukjöt og lambið er líka gott á grillið."

Á að ferðast eitthvað innanlands í sumar?
„Ég er nýkomin heim úr Laugavegsgöngu ásamt þremur öðrum fjallagyðjum. Gengum 55 km á fjórum dögum, úr Landmannalaugum yfir í Þórsmörk í frábæru veðri. Þá fór ég á Landsmót hestamanna í Skagafirðinum og stefni eins og er á að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Myndi gjarnan vilja heimsækja Flatey á Breiðafirði líka. Langþráður draumur að fara þangað."

En erlendis?
„Nei, ég tók ákvörðun fyrir nokkrum árum að ferðast frekar innanlands yfir sumarið þar sem ég átti enn eftir að sjá flest allt fyrir utan Gullfoss, Geysi og Bláa lónið! Mér finnst það pínu synd að eyða löngum stundum erlendis yfir sumartímann því það er klárlega besti tími ársins hér að mínu mati. Smátt og smátt hefur mér tekist að stroka yfir staðina á "to do" listanum."

Hvað á annars að gera í sumarfríinu?
„Planið var nú að komast almennilega af stað í mastersritgerðinni. Það er ennþá á dagskrá þegar það kemur rigning. Annars er markmiðið að njóta veðurblíðunnar og bjartra sumarnótta meðan slíkt er ennþá í boði. Stefni líka á að bæta golf-hæfni mína því ég ætla að taka þátt í golfmóti Deiglunnar í lok ágúst."

Er eitthvað sem er einnkennandi fyrir íslenskt sumar að þínu mati?
„Fyrir mér er ilmurinn af fyrsta slættinum merki þess að sumarið sé komið. Veiði, langar gönguferðir, krían, bjartar sumarnætur, útilegur, íslenska lopapeysan, gítarsöngur og brennur eru að mínu mati mjög einkennandi fyrir íslenskt sumar. Ég hef notið þessa alls sem af er sumrinu og ætla mér að gera áfram meðan veður leyfir. Íslensk náttúra tekur algjörum hamskiptum yfir sumartímann og það er magnað að sjá hversu stórbrotna og fallega náttúru við eigum. Mæli með Laugavegsgöngu um hálendið með góðum hópi og myndavél."

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?
„Ég keypti mér miða í Herjólf um verslunarmannahelgina og setti stefnuna á þjóðhátíð. Ég gæti allt eins endað í veiðiferð upp í Seltjörn."

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!