Sćtur sigur á ÍBV

 • Fréttir
 • 18. júlí 2011
Sćtur sigur á ÍBV

Grindavík gerði sér lítið fyrir og skellti ÍBV á Grindavíkurvelli með tveimur mörkum gegn engu. Vendipunktur leiksins varð á 34. mínútu þegar Grindvíkingurinn í marki ÍBV, Albert Sævarsson, var rekinn af velli og Jamie McCunnie kom Grindavík yfir með marki úr vítaspyrnu í kjölfarið sem dæmd var á Albert.

Í seinni hálfleik bætti varamaðurinn Scott Ramsey við öðru marki undir lokin og innsiglaði sætan sigur hjá Grindvíkingum. Grindavík er í 9. sæti deildarinnar með 11 stig eftir 11 leiki en ÍBV í 3. sæi með 19 stig eftir 10 leiki.

Allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins en í undanförnum leikjum. Breytingar á liðinu virtust skila sér vel, m.a. að Orri Freyr Hjaltalín fyrirliði kom aftur inn á miðjuna og Paul McShane og Óli Baldur Bjarnason komu með ferska vinda inn í liðið. Næsti leikur er næsta sunnudag gegn Fylki á heimavelli.

,,Ég er sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur gegn góðu liði ÍBV og vindinum, þegar mér fannst við spila mjög vel", sagði Ólafur Örn Bjarnason spilandi þjálfari Grindvíkinga við mbl.is

„Svo er maðurinn rekinn útaf hjá ÍBV og þá er oft eins og menn haldi að þeir komist upp með að leggja minni vinnu í leikinn og í seinni hálfleik fannst mér láta þá ná boltanum of mikið af okkur, höfðu of lítið fyrir því en þegar við náðum að spila boltanum fannst mér við skapa færi og við hefðum getað refsað þeim enn meira".

Með sigrinum tekst Grindavík að fikra sig aðeins fjær botnbaráttunni en greinilegt að stórt tap fyrir FH situr í þeim. „Stigin eru mikilvæg og gott hvernig við höfum náð að vinna okkur út úr tapleiknum við FH. Seinni hálfleikurinn á Fram var skref í rétta átt og það er gott að vinna síðan lið eins og ÍBV. Við þurfum samt að vinna meira hausnum á sjálfum sér og vera svolítið sókndjarfari, hugsa hærra og um að ná efri liðunum frekar en liðin fyrir neðan okkur".

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Tónlistaskólafréttir / 17. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Nýjustu fréttir

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

 • Bókasafnsfréttir
 • 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 25. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

 • Grunnskólafréttir
 • 18. maí 2018