Davíđ Arthur og Svanhvít Helga klúbbmeistarar GG

 • Fréttir
 • 17. júlí 2011
Davíđ Arthur og Svanhvít Helga klúbbmeistarar GG

Davíð Arthur Friðriksson og Svanhvít Helga Hammer urðu meistarar hjá Golfklúbbi Grindavíkur 2011. Veðurguðirnir voru ekki með kylfingum á lokadegi meistaramóts GG. Norðan strekkingur mætti mönnum strax um morguninn og bætti enn meira í er líða tók á daginn.

Margir kylfingar lentu í vandræðum með að halda sig á braut því vindurinn réði miklu um boltaflugið. Flatirnar voru hreint út sagt frábærar, en að sama skapi mjög erfiðar vegna hversu hraðar þær voru. Það var ekki óalgengt að sjá kylfinga þrí- og fjórpútta. Þrátt fyrir það tóku þær vel við bolta. Samt sem áður misstu menn ekki móðinn og skorið var fljótt að breytast. Það nægði ekki mönnum að hafa 5-7 högga forystu fyrir lokahringinn því það forskot var fljótt að fara vegna veðurs og krefjandi vallarskilyrða. Í meistaraflokki karla sigraði Davíð Arthur nokkuð sannfærandi eftir að hafa náð forystunni á þriðja degi. Hann lék hringina fjóra á 293 höggum og sigraði með 7 höggum. Svanhvít Helga hélt forystunni frá fyrsta degi og stóða að lokum uppi sem sigurvegari með 31 höggi betur en næsti keppandi.

Í fyrsta flokki sigraði Sigurður Þór Birgisson á 318 höggum. Það stóð tæpt því hann hafði 6 högg í forskot eftir þriðja dag en endaði á einu höggi betur en næsti kylfingur.

Í öðrum flokki sigraði Páll Þorbjörnsson á 354 höggum eða 7 höggum betri en næsti maður. Fyrir lokadaginn hafði hann verið í öðru sætinu.

Það var mikil spenna í 3. flokki þar sem tveir kylfingar enduðu á sama skori, 364 höggum, í 1.-2. sæti en eftir umspil stóð Daníel Eyjólfsson uppi sem sigurvegari. Þess má geta að það þurfti einnig umspil um 3. sætið þannig að það var sannkölluð háspenna í þessum flokki klyfinga.

Í fjórða flokki sigraði Haraldur Jóhannesson með þónokkrum yfirburðum á 407 eða 22 höggum betur en næsti kylfingur. Hann hafði verið með forystuna allt frá 2. degi og jók forystuna allt til enda.

Í öldungaflokki 55+ sigraði Bjarni Andrésson á 341 höggi og 22 höggum betri en næsti maður.

Í öldungaflokki 70+ voru tveir keppendur og sigurvegari í þeim flokki varð Steinþór Þorvaldsson á 275 höggum. Þess má geta að allir flokkar, utan 70+ flokkurinn léku fjóra daga.

Það voru allir sammála um að völlurinn væri í frábæru standi, betra en nokkru sinni áður og kinnroðalaust geta menn staðhæft það að flatirnar séu með þeim bestu á öllu landinu. Þeir sem vantrúaðir er á þá fullyrðingu eru hvattir til að kíkja á Húsatóftavöll og sannreyna þá staðhæfingu félagsmanna. Til hamingju Grindvíkingar með meistaramótið og frábæran völl, að því er segir á heimasíðu GG. 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Tónlistaskólafréttir / 17. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Nýjustu fréttir

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

 • Bókasafnsfréttir
 • 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 25. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

 • Grunnskólafréttir
 • 18. maí 2018