Atvinnuráđgjafar
Atvinnuráđgjafar

Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja er nýstofnað félag og óskar eftir því að ráða starfsmenn til atvinnuráðgjafar.

Starfssvið:
• Þátttaka í stefnumótun og þróun atvinnumála á vegum félagsins
• Ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarstjórna á sviði atvinnumála
• Samskipti við Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög á landsvísu
• Aðstoð við umsóknir til sjóða og gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana
• Ráðgjöf við markaðsmál, vöruþróun og úttektir á möguleikum á atvinnulífi
• Kynningarvinna ásamt samstarfi við atvinnuþróunarnefndir á svæðinu
• Umsjón með frumkvöðlasetri að Ásbrú
• Önnur verkefni er lúta að þjónustu við svæðið

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Þekking á atvinnumálum og vinnumarkaði nauðsynleg
• Þekking af rekstri, áætlanagerð og verkefnastjórnun
• Reynsla af vinnu við markaðs- og kynningarmál
• Geta tjáð sig á íslensku og ensku í ræðu og riti
• Hæfni í samskiptum og samstarfi
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð tölvukunnátta

Heklan var kaupverðið sem Steinunn greiddi Ingólfi Arnarsyni fyrir Suðurnesin. Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni), þar segir; „Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum". Heklan er því verðmætið sem greitt var fyrir Suðurnesin við landnám.

Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Jónína Guðmundsdóttir (jonina.gudmundsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur