Atvinnuráđgjafar

 • Fréttir
 • 14. júlí 2011
Atvinnuráđgjafar

Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja er nýstofnað félag og óskar eftir því að ráða starfsmenn til atvinnuráðgjafar.

Starfssvið:
• Þátttaka í stefnumótun og þróun atvinnumála á vegum félagsins
• Ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarstjórna á sviði atvinnumála
• Samskipti við Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög á landsvísu
• Aðstoð við umsóknir til sjóða og gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana
• Ráðgjöf við markaðsmál, vöruþróun og úttektir á möguleikum á atvinnulífi
• Kynningarvinna ásamt samstarfi við atvinnuþróunarnefndir á svæðinu
• Umsjón með frumkvöðlasetri að Ásbrú
• Önnur verkefni er lúta að þjónustu við svæðið

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Þekking á atvinnumálum og vinnumarkaði nauðsynleg
• Þekking af rekstri, áætlanagerð og verkefnastjórnun
• Reynsla af vinnu við markaðs- og kynningarmál
• Geta tjáð sig á íslensku og ensku í ræðu og riti
• Hæfni í samskiptum og samstarfi
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð tölvukunnátta

Heklan var kaupverðið sem Steinunn greiddi Ingólfi Arnarsyni fyrir Suðurnesin. Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni), þar segir; „Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum". Heklan er því verðmætið sem greitt var fyrir Suðurnesin við landnám.

Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Jónína Guðmundsdóttir (jonina.gudmundsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. maí 2018

Atvinna - Grunnskóli Grindavíkur

 • Fréttir
 • 16. maí 2018

Góđar gjafir til Víđihlíđar

 • Fréttir
 • 15. maí 2018

Umrćđuplokk Raddar unga fólksins

 • Kosningar
 • 15. maí 2018

Krakkakosningar í Laut

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018

Útskrift Stjörnuhópsbarna - Gjáin

 • Lautafréttir
 • 15. maí 2018