Jósef fór holu í höggi
Jósef fór holu í höggi

Knattspyrnumaðurinn Jósef Kristinn Jósefsson, sem er að mála hjá búlgarska félaginu PSFC Chernomorets Burgas, er einnig flinkur kylfingur og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8. holu Húsatóftavallar í vikunni. Jósef er með 9,8 í forgjöf og ágætur kylfingur. Draumahöggið var þó nokkuð sérstakt hjá Jósef sem skallaði boltann af teig á þessari tæplega 140 metra löngu golfholu.

„Ég skallaði boltann og það var svo mikil sól á móti okkur að við sáum aldrei boltann lenda. Ég byrjaði á því að leita í glompunni fyrir aftan holuna og í kringum flötina. Eftir nokkra leit ákvað ég að kíkja ofan í holuna og þar lá boltinn. Þetta var hrikalega gaman en leiðinlegt að sjá ekki þegar boltinn fór niður. Ég fagnaði nú ekkert allt of mikið og hefði kannski átt að gera meira af því," sagði Jósef sem sló högginu með 8-járni.

Jósef er annar kylfingurinn til að fara holu í höggi á 8. braut á Húsatóftavelli sem er erfið par-3 hola. Hann fékk einnig örn á 15. holu á hringnum og lék hringinn samtals á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari. Jósef segir að þrátt fyrir að hann hafi farið holu í höggi sé hann ekki að fara leggja meiri áherslu á íþróttina.

„Þetta er í fjórða skiptið sem ég fer í golf í sumar. Ég fer bara í golf þegar ég nenni og þetta breytir ekki miklu," segir Jósef sem er 22 ára gamall og lék með U-21 árs landsliði Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumótið sem fram fór í sumar.

Frétt: Víkurfréttir.

Nýlegar fréttir

miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
fim. 14. sep. 2017    Atvinna: Matráđur og ađstođarmatráđur í Miđgarđi
fim. 14. sep. 2017    Fjör í hljóđfćrakennslu í tónlistarskólanum
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga í dag kl. 18:00 - náttúra
miđ. 13. sep. 2017    Lýđheilsuganga (spacer zdrowia) w Grindaviku
Grindavík.is fótur