Friđarkyndillinn í Grindavík

  • Fréttir
  • 7. júlí 2011
Friđarkyndillinn í Grindavík

Í fyrradag lögðu 20 hlauparar frá 13 þjóðlöndum upp í tveggja vikna og 2700 km ferð sína með logandi Friðarkyndil umhverfis Ísland. Hlaupararnir komu til Grindavíkur nú í morgun og stoppuðu á íþróttasvæðinu þar sem Grindvísk börn tóku vel á móti þeim. Farið var í léttan leik þar sem börnin áttu að giska á frá hvað löndum hlaupararnir koma. Talaði hver og einn til þeirra á sínu tungumáli. Öll börn fengu svo að halda á kyndlinum og í lokin var hlaupið með hann hring um íþróttasvæðið.

Friðarhlaupið (World Harmony Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.

Myndirnar eru frá hlaupinu í morgun.  Fleiri myndir má sjá á ljósmyndasíðu heimasíðunnar.


Þessir óskuðu þess að kreppunni á Íslandi færi nú að ljúka.


Friðarhlaupið kynnt fyrir börnunum.


Diana fékk að hlaupa með kyndilinn einn hring um svæðið

Deildu ţessari frétt