Vinnuskólinn viđ hreinsunarstörf ađ Klaustri

  • Fréttir
  • 4. júlí 2011
Vinnuskólinn viđ hreinsunarstörf ađ Klaustri

Á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 25. maí sl. var samþykkt að bjóða fram krafta flokks úr vinnuskóla bæjarins til hreinsunarstarfa í Skaftárhreppi eftir eldgosið í Grímsvötnum. Markmiðið er að aðstoða við hreinsunina og gefa nemendum í vinnuskólanum tækifæri til að taka þátt í stóru samfélagsverkefni. Bæjarstjóra og yfirmanni vinnuskóla var falið að útfæra verkefnið í samráði við sveitarstjórn Skaptárhrepps.

Það var sameiginleg niðurstaða að Grindavíkurbær myndi senda einn vinnuflokk austur í tveggja daga vinnu. Hópurinn, sem samanstendur af sjö nemendum og tveimur flokksstjórum, lagði af stað í morgun galvaskur og mun aðstoða við hreinsun á Kirkjubæjarklaustri. Hópurinn kemur aftur til Grindavíkur á miðvikudagskvöld.

 

Mynd: Hópurinn sem fór á Kirkjubæjarklaustur í morgun

Deildu ţessari frétt