Ţriđja leikjanámskeiđ sumarsins hefst nćsta mánudag

  • Fréttir
  • 1. júlí 2011

Þriðja leikjanámskeið sumarsins hefst næsta mánudag og má sjá skipulag þess hér. Nokkur pláss eru laus bæði fyrir og eftir hádegi. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (fædd 2005 og fyrr) þar sem viðfangsefnin eru skemmtileg og uppbyggjandi.  Mikið er lagt upp úr útiveru. Þátttakendur eiga að hafa með sér hollt og gott nesti og í samræmi við lengd viðveru.  

Það er ekki leyfilegt að senda barn með gos og sælgæti í nesti. Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm. Réttur útbúnaður stuðlar að aukinni vellíðan. Gott er að vera með regnfatnað og aukaföt í tösku. Dagskrá hvers námskeiðs er fjölbreytt. Það verður föndrað, sungið, leikið, farið í heimsóknir, spilað, farið í dagsferð, sundferð og margt fleira. Engin tvö námskeið eru eins. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur.
Námskeið 3: 04. júlí - 15. júlí
Námskeið 4: 18. júlí - 29. júlí
Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 09:00 - 16:00. Hægt er að kaupa gæslu frá kl. 08:00 - 09:00 og frá kl. 16:00 - 17:00. Verð pr. klst. er 200 kr.

Vakin er athygli á því að á hverju námskeiði verður farin ein dagsferð og þá þarf taka tillit til þess.

Leikjanámskeiðin hafa aðsetur í skólaseli Hópsskóla.  Sími 660 7321

Gjaldskrá:

Námskeið 2, 3 og 4 -tíu virkir dagar
Verð fyrir 7 klst. pr. dag: Frá kl. 09:00-16:00 - 8.500 kr.
Verð fyrir 3 klst. pr. dag: Frá kl. 09:00 - 12:00 eða frá kl. 13:00 - 16:00 - 5.000 kr.

Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til umsjónamanns námskeiðsins á miðvikudegi fyrir upphaf námskeiðs þá mun námskeiðsgjald vera innheimt að fullu.

Tekið er við skráningum á bæjarskrifstofunni.
Yfirumsjón með leikjanámskeiðunum hefur Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi.
Leiðbeinendur verða: Jovana Lilja Stefánsdóttir og Berglind Magnúsdóttir. Aðstoðarleiðbeinendur ef með þarf verða nemendur úr vinnuskólanum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!