Ţriđja leikjanámskeiđ sumarsins hefst nćsta mánudag

 • Fréttir
 • 1. júlí 2011
Ţriđja leikjanámskeiđ sumarsins hefst nćsta mánudag

Þriðja leikjanámskeið sumarsins hefst næsta mánudag og má sjá skipulag þess hér. Nokkur pláss eru laus bæði fyrir og eftir hádegi. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (fædd 2005 og fyrr) þar sem viðfangsefnin eru skemmtileg og uppbyggjandi.  Mikið er lagt upp úr útiveru. Þátttakendur eiga að hafa með sér hollt og gott nesti og í samræmi við lengd viðveru.  

Það er ekki leyfilegt að senda barn með gos og sælgæti í nesti. Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm. Réttur útbúnaður stuðlar að aukinni vellíðan. Gott er að vera með regnfatnað og aukaföt í tösku. Dagskrá hvers námskeiðs er fjölbreytt. Það verður föndrað, sungið, leikið, farið í heimsóknir, spilað, farið í dagsferð, sundferð og margt fleira. Engin tvö námskeið eru eins. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur.
Námskeið 3: 04. júlí - 15. júlí
Námskeið 4: 18. júlí - 29. júlí
Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 09:00 - 16:00. Hægt er að kaupa gæslu frá kl. 08:00 - 09:00 og frá kl. 16:00 - 17:00. Verð pr. klst. er 200 kr.

Vakin er athygli á því að á hverju námskeiði verður farin ein dagsferð og þá þarf taka tillit til þess.

Leikjanámskeiðin hafa aðsetur í skólaseli Hópsskóla.  Sími 660 7321

Gjaldskrá:

Námskeið 2, 3 og 4 -tíu virkir dagar
Verð fyrir 7 klst. pr. dag: Frá kl. 09:00-16:00 - 8.500 kr.
Verð fyrir 3 klst. pr. dag: Frá kl. 09:00 - 12:00 eða frá kl. 13:00 - 16:00 - 5.000 kr.

Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til umsjónamanns námskeiðsins á miðvikudegi fyrir upphaf námskeiðs þá mun námskeiðsgjald vera innheimt að fullu.

Tekið er við skráningum á bæjarskrifstofunni.
Yfirumsjón með leikjanámskeiðunum hefur Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi.
Leiðbeinendur verða: Jovana Lilja Stefánsdóttir og Berglind Magnúsdóttir. Aðstoðarleiðbeinendur ef með þarf verða nemendur úr vinnuskólanum.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Leikjadagur yngstastigs í Hópinu

Grunnskólafréttir / 23. maí 2018

Útikennsla í smiđjum hjá 5. bekk

Grunnskólafréttir / 22. maí 2018

Risaeđlur á göngum Hópsskóla

Sjóarinn síkáti / 22. maí 2018

Dagskrá Sjóarans síkáta í Grindavík 2018

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Tónlistaskólafréttir / 17. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

Nýjustu fréttir

Dansfjör hjá 10. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 25. maí 2018

Bókasafn Grindavíkur óskar eftir starfsmanni

 • Bókasafnsfréttir
 • 25. maí 2018

Skólaslit tónlistarskólans 26. maí kl. 14:00

 • Tónlistaskólafréttir
 • 25. maí 2018

Rafgítarkennari óskast í ca. 50% starf

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. maí 2018

Síđasti Stuđboltafundur ţennan veturinn

 • Grunnskólafréttir
 • 18. maí 2018