Ţriđja leikjanámskeiđ sumarsins hefst nćsta mánudag
Ţriđja leikjanámskeiđ sumarsins hefst nćsta mánudag

Þriðja leikjanámskeið sumarsins hefst næsta mánudag og má sjá skipulag þess hér. Nokkur pláss eru laus bæði fyrir og eftir hádegi. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (fædd 2005 og fyrr) þar sem viðfangsefnin eru skemmtileg og uppbyggjandi.  Mikið er lagt upp úr útiveru. Þátttakendur eiga að hafa með sér hollt og gott nesti og í samræmi við lengd viðveru.  

Það er ekki leyfilegt að senda barn með gos og sælgæti í nesti. Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm. Réttur útbúnaður stuðlar að aukinni vellíðan. Gott er að vera með regnfatnað og aukaföt í tösku. Dagskrá hvers námskeiðs er fjölbreytt. Það verður föndrað, sungið, leikið, farið í heimsóknir, spilað, farið í dagsferð, sundferð og margt fleira. Engin tvö námskeið eru eins. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur.
Námskeið 3: 04. júlí - 15. júlí
Námskeið 4: 18. júlí - 29. júlí
Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 09:00 - 16:00. Hægt er að kaupa gæslu frá kl. 08:00 - 09:00 og frá kl. 16:00 - 17:00. Verð pr. klst. er 200 kr.

Vakin er athygli á því að á hverju námskeiði verður farin ein dagsferð og þá þarf taka tillit til þess.

Leikjanámskeiðin hafa aðsetur í skólaseli Hópsskóla.  Sími 660 7321

Gjaldskrá:

Námskeið 2, 3 og 4 -tíu virkir dagar
Verð fyrir 7 klst. pr. dag: Frá kl. 09:00-16:00 - 8.500 kr.
Verð fyrir 3 klst. pr. dag: Frá kl. 09:00 - 12:00 eða frá kl. 13:00 - 16:00 - 5.000 kr.

Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til umsjónamanns námskeiðsins á miðvikudegi fyrir upphaf námskeiðs þá mun námskeiðsgjald vera innheimt að fullu.

Tekið er við skráningum á bæjarskrifstofunni.
Yfirumsjón með leikjanámskeiðunum hefur Kristinn J. Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi.
Leiðbeinendur verða: Jovana Lilja Stefánsdóttir og Berglind Magnúsdóttir. Aðstoðarleiðbeinendur ef með þarf verða nemendur úr vinnuskólanum.

 

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur